Innlent

Um 20.000 manns standa utan viðurkenndra trúfélaga

Þjóðkirkjan er enn stærst.
Þjóðkirkjan er enn stærst.

Um 84 prósent Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum þjóðskrár, og hefur þeim fækkað um eitt og hálft prósent á einu ári. Þeim sem eru skráðir í önnur trúfélög eða eru ótilgreindir hefur hins vegar fjölgað um þrjú þúsund manns, og eru nú fjögur prósent landsmanna.

Í síðastnefnda hópinn flokkast samkvæmt Hagstofu: „Þeir sem teljast til trúfélags sem hefur ekki verið viðurkennt eða til trúarbragða án trúfélags hér á landi svo og þeir sem upplýsingar vantar um koma saman í einn lið: Óskráð trúfélög og ótilgreint. Utan trúfélaga teljast þeir sem hafa skráð sig svo.“ Þeim sem standa utan trúfélaga hefur fjölgað um 235 manns á sama tíma. Ef dæmi eru tekin af öðrum trúfélögum hefur meðlimum í Félagi múslima fjölgað um tuttugu, en í kaþólsku kirkjunni hefur fjölgað um næstum því þúsund manns. Tölur fyrir árið 2006 verða birtar í lok janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×