Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði 30. nóvember 2006 06:45 Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir . Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir .
Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira