Fleiri gesti – takk 14. nóvember 2006 08:00 Tónlist Bergur Ingólfsson sem Charlie Chaplin á tónleikum SÍ á laugardag. Frettablaðið/heiða Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveitinni lið og kallast það: Fyrsti konsert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleikum. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplifunar að heyra fullvaxna sinfóníuhljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því alltaf háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhugasama sem hafa aldrei komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira