Innlent

Vestmannaeyjavöllur 60 ára

Afmæli fagnað Starfsmenn Flugmálastjórnar gáfu köku.
Afmæli fagnað Starfsmenn Flugmálastjórnar gáfu köku.

Haldið var upp á sextíu ára afmæli Vestmannaeyjaflugvallar með pomp og prakt á laugardaginn. Afmælið var haldið á vellinum sjálfum að viðstöddu nokkru fjölmenni, þrátt fyrir að mörg fyrirmenni úr flugheiminum á Íslandi gætu ekki mætt vegna þess að ekki var byrjað að fljúga milli lands og eyja þegar athöfnin hófst.

Bragi Í. Ólafsson, umdæmisstjóri Flugfélags Íslands, tók við fyrstu kökusneiðinni frá starfsmönnum Flugmálastjórnar. Í flugstöðinni var hægt að berja augum myndir og skjöl úr safni vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×