Innlent

Stjórnvöld verða að taka á málefnum innflytjenda segja Vinstri grænir og Samfylkingin

Farsæl aðlögun og barátta gegn fordómum hefst ekki án atbeina stjórnvalda en þetta kemur fram í framkvæmdaáætlun um málefni innflytenda sem borgarstjórnarflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar kynntu í dag.

Tveir af flokkum minnihlutans í Reykjavík lögðu saman fram aðgerðaráætlun og segjast með því vilja stuðla að Reykjavík verði áfram í forystu málefnum innflytenda. Fjölmenningarstefna var fyrst sett í Reykjavík og leiddi hún til stofnunar Alþjóðahússins. Ástæða þess að Frjálslyndi flokkurinn var ekki með i gerð áætlunarinnar segja talsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna vera að flokkurinn þurfi fyrst að koma sinni stefnu á hreint. Flokkarnir vilja efla íslensku kennslu og auka starfsemi Alþjóðahúss þannig að starfsemi þess verði á fleiri stöðum í borginni.

Í áætluninni segir að Reykjavíkurborg eigi að hvetja fólk af erlendum uppruna til að sækja um störf og bjóða upp á starfstengt íslenskunám. Þá segir að vilji sé til að öll hverfi borgarinnar endurspegli félagslega fjölbreytni samfélagsins.

Og ríkisvaldið er hvatt til þess að axla ábyrgð á málaflokknum samhliða borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×