Innlent

Skattbyrðin hækkaði langmest á Íslandi á síðasta ári

Skattbyrðin á Íslandi miðað við landsframleiðslu, hækkaði meira á síðasta ári en í nokkru öðru OECD landi, samkvæmt nýrri úttekt OECD.

Í úttektinni kemur fram að sem hlutfall af landsframleiðslu er skattbyrðin hæst í Svíþjóð eða 51,1 prósent. Þar á eftir koma Danmörk, Belgía, Noregur, Finnland, Frakkland og svo Ísland í sjöunda sæti. Á Íslandi er skattbyrðin sögð 42,4 prósent miðað við landsframleiðslu.

OECD segir að góðærið á síðasta ári hafi aukið tekjur bæði einstaklinga og fyrirtækja. Skattbyrðin hafi einnig aukist í sautján af þeim tuttugu og fjórum ríkjum sem OECD hefur aðgang að tölum frá. Mest hafi aukningin orðið á Íslandi eða 3,7 prósent og sé nú 42,4 prósent, sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×