Innlent

Standa saman að frumvarpi um að gefa megi samkynhneigða saman

MYND/Stefán

Frumvarp sem heimilar prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist hefur verið lagt fram á Alþingi. Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um þetta atriði þegar samstaða var um umtalsverðar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra í vor vegna andstöðu kirkjunnar.

Sjö alþingismenn úr öllum flokkum standa að frumvarpinu. Þeir er Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingunn, Kolbrún Halldórsdóttirn Vinstri - grænum, Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, Gunnar Örlygsson, Sjálfstæðisflokknum, Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokknum, Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingunni og Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×