Innlent

Mótmæla uppsögnum

Starfsmenn Álversins í Straumsvík fjölmenntu á fund í Bæjarbíó í dag til að mótmæla uppsögnum reyndra starfsmanna fyrirtækisins sem þeir segja tilefnislausar Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagðist spyrja sigf hvort álverið í Straumsvík, sem fengi raforku á hálfvirði, bæri enga samfélagslega ábyrgð. Rosknum starfsmönnum væri sparkað fyrirvaralaust úr starfi og sumra biði ekkert nema bætur frá hinu opinbera.

Í ályktun sem fundurinn sendi frá sér kemur fram að níu starfsmenn hafi verið reknir án þess að fækka þyrfti starfsmönnum. Uppsagnir þriggja starfsmanna í síðustu viku auki enn á áhyggjur manna af atvinnuöryggi sínu og tjáningarfrelsi.

Skorað var á Alcan að draga uppsagnirnar til baka eða semja um flýtistarfslok við mennina sem felur í sér umtalsvert betri réttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×