Svínabændur uggandi 1. desember 2006 07:30 Danskir svínabændur eru uggandi um hag sinn eftir að Rússar hótuðu að banna innflutning á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu. Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Danska dagblaðið Jótlandspósturinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusambandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins. Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma harkalega niður á svínakjötsbændum. Sala á svínakjöti til Rússlands hefur stóraukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambandsins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum. Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Danska dagblaðið Jótlandspósturinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusambandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins. Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma harkalega niður á svínakjötsbændum. Sala á svínakjöti til Rússlands hefur stóraukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambandsins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum.
Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira