Menning

Ljóðabókin uppseld!

Ingunn Snædal á góðri stund Ljóðabók hennar hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum.
Ingunn Snædal á góðri stund Ljóðabók hennar hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á dögunum.

Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Það er ekki á hverjum degi sem ljóðabækur seljast upp enda kom það víst fáum eins mikið á óvart og skáldinu: „Ég bara alveg rosalega glöð.

Þetta kom mér gríðarlega á óvart og finnst í raun afar skrýtin tilfinning að fólk skuli vera svona duglegt að kaupa og lesa ljóðin mín,“ segir Ingunn og er greinilega í sjöunda himni með þessar viðtökur. „Ég sendi frá mér eina ljóðabók fyrir ellefu árum og stóð þá sjálf í að gefa út og selja sem er allt í lagi þegar maður er á þeim aldrinum.

En núna mæti ég bara þangað sem stelpurnar á Bjarti segja mér að fara og les upp. Það hefur meira að segja hlaupið í mig smá kapp við þessar frábæru viðtökur en samt finnst mér þetta allt dálítið fyndið.“ En á meðan Ingunn rýkur af stað til þess að fara að lesa ljóð austur á Vopnafirði, er önnur prentun væntanleg svo allir geti fengið ljóðin sín fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×