Valdníðsla Framsóknar er okkur dýr 14. desember 2006 05:00 Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar