Valdníðsla Framsóknar er okkur dýr 14. desember 2006 05:00 Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar skýra frá því, að réttarsátt hafi náðst í máli Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu en ráðherrar Framsóknar höfðu af honum ráðuneytissjórastöðuna, sem hann var forsetaskipaður í. Verður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið að greiða Birni ráðuneytissjóralaun til sjötugs þó hann sé ekki við störf í ráðuneytinu og að auki verður ráðuneytið að greiða 2 milljónir króna í miskabætur. Munu þetta einna hæstu miskabætur, sem dæmdar hafa verið. Þrír ráðherrar skrifuðu undir réttarsáttina og viðurkenndu þar með, að iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefði brotið lög með því að hafa ráðuneytisstjórastöðuna af Birni. Gróf valdníðsla„Brottvikning" Björns úr embætti ráðuneytisstjóra er eitt nýjasta dæmið um grófa valdníðslu ráðherra Framsóknarflokksins. Björn Friðfinnsson var skipaður ráðuneytisstjóri 1989 ævilangt. Hann fékk leyfi frá störfum til þess að fara til starfa hjá ESA í Brussel en átti samkvæmt samkomulagi að taka við starfi sínu í ráðuneytinu aftur en það samkomulag var svikið. Var það dregið nokkrum sinnum, að hann fengi að taka við starfi sínu á ný. Hafði Björn sýnt mikinn samkomulagsvilja en samt var samkomulag við hann svikið. Björn er mjög hæfur embættismaður og hann hafði ekkert brotið af sér í starfi. Ekki var unnt að finna neitt að störfum hans.Hið eina sem ráðherrar Framsóknarflokksins gátu fundið að Birni var, að hann væri jafnaðarmaður! Þó eru mörg dæmi um það, að menn hafa gegnt háum embættum í Stjórnarráðinu þó þeir hafi ekki haft sömu stjórnmálaskoðanir og ráðherrarnir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra misbeitir valdi sínu við ákvarðanir um embætti og lætur stjórnmálaskoðanir ráða skipun og brottvikningu. Skammt er síðan sami ráðherra flæmdi Georg Ólafsson, frábæran forstjóra Samkeppnisstofnunar, úr starfi til þess að koma rétt ættuðum Framsóknarmanni að. Það virðist ekki skipta ráðherra ríkisstjórnarinnar neinu máli, þó þeir baki ríkissjóði mikið fjárhagstjón með embættisfærslum sínum og embættisafglöpum. Þeir afgreiða starfslokasamninga á færibandi og senda ríkissjóði reikninginn. Miklar skaðabætur skipta þá ekki máli. Ríkið borgar. Önnur misbeiting valdsMörg önnur dæmi mætti nefna um valdníðslu og misbeitingu valds ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Í utanríkisráðuneytinu hefur flokksgæðingum þessara flokka verið raðað í sendiherrastöður og önnur embætti. Báðir stjórnarflokkarnir hafa verið drjúgir í því efni en Framsókn hefur haft vinninginn og alltaf „passað" vel upp á sína menn og sennilega á Framsókn metið í því að troða sínum mönnum í embætti.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun