Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 17. desember 2024 11:31 Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Stóriðja Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Liðna helgi var umfjöllun á Sprengisandi um hækkað raforkuverð, raforkuskort og forgangsorku til almennings. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er rétt að eftirfarandi komi fram: Hreina orkan á Íslandi er auðlind og fyrir hana fær þjóðin tekjur m.a. í formi arðgreiðslna til Landsvirkjunar. Áætlað keyptu álverin raforku fyrir rúma 68 milljarða á árinu 2023 og það sama ár greiddi Landsvirkjun 30 milljarða arð í ríkissjóð. Álverin hafa tekið á sig orkuskerðingar þegar vatnsstaða í uppistöðulónum Landsvirkjunar er óhagstæð og þar með má segja að almenningur og smærri fyrirtæki njóti forgangs í slæmum vatnsárum. Það ber þó að hafa í huga að þessar skerðingar kosta þjóðina; í skertum útflutningstekjum og minni umsvifum álveranna vegna kaupa á vöru og þjónustu. Samtök iðnaðarins áætluðu að útflutningstekjur þjóðarinnar hefðu minnkað um 14 til 17 milljarða á árinu 2023 vegna skerðinga Landsvirkjunar á raforku til orkusækins iðnaðar. Það er ekkert fararsnið á íslensku álverunum og þau eiga nóg eftir af líftíma sínum, sem betur fer, því þau standa undir um fimmtungi af útflutningstekjum þjóðarinnar og langtíma samningar um sölu á raforku tryggja íslensku orkufyrirtækjunum fyrirsjáanleika og stöðugleika í rekstri. Hjá álverunum á Íslandi starfa um 2000 manns og annar eins fjöldi í afleiddum störfum. Það er mikið ábyrgðarleysi að kasta því fram að það þurfi ekki að loka nema eins og einu álveri til að klára orkuskiptin. Eftirspurn eftir áli er mikil og ekkert bendir til annars en hún fari vaxandi. Íslensku álverin skipta þjóðina máli og heimsbyggðina alla, því það er jú hér á Íslandi sem við framleiðum ál með lægst kolefnisspor í heimi; það er mikilvægt framlag þjóðarinnar til loftslagsmála. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar