Gjöf til barnanna í landinu 14. desember 2006 12:00 Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur „Börn þurfa því miður að reyna margt – þau þurfa líka á því að halda að talað sé við þau í einlægni og ekkert dregið undan.“ MYND/GVA Úrval verka Vilborgar Dagbjartsdóttur kemur út hjá forlaginu JPV með yfirskriftinni Fugl og fiskur. Í bókinni eru ljóð og sögur Vilborgar handa börnum sem komið hafa út á árabilinu 1955-2005, fallega myndskreytt af listakonunni Önnu Cynthiu Leplar. Margir kannast við sögur Vilborgar, til dæmis ævintýri Allanalla og Labba pabbakúts en höfundurinn hefur starfað ötullega að barnamenningu um árabil, með verkum sínum og þýðingum hefur Vilborg auðgað heim þeirra auk þess sem hún starfaði um árabil sem kennari. „Ég hef alltaf átt gott samband við börn og mér finnst mjög gaman að segja börnum sögur og lesa fyrir þau," segir Vilborg en gerir talsvert af því að heimsækja börn í bæði leik- og grunnskólum. „Bækurnar mínar fyrir yngstu krakkana eru löngu uppseldar og ég varð 75 ára í fyrra. Það eru viss tímamót - maður er að verða gamall og þessi bók er nokkurs konar gjöf mín til barnanna í landinu," segir Vilborg. „Það var mjög ánægjulegt þegar Jóhann Páll hjá forlaginu JPV hafði samband og vildi gefa út verk eftir mig. Ég ákvað að taka saman það sem ég hef skrifað fyrir börn í gegnum árin og valdi það sem ég taldi að hæfði best, ljóðin eru til dæmis um börn eða beinlínis ort handa börnum. Kannski er margt af þessu dálítið alvarlegt en þannig er nú lífið og börn þurfa því miður að reyna margt - þau þurfa líka á því að halda að það sé talað við þau í einlægni og ekki dregið neitt undan." Vilborg áréttar mikilvægi þess að allir gefi af sér, sérstaklega við börnin og það sé ýmislegt sem fullorðið fólk getur lært af þeim. „Börn eru svo forvitin og opin fyrir öllu. Þau eru áhugasöm um orðin og tungumálið, hafa gaman af því að læra ný orð og af gátum og vísum. Þau ræða við mann um allt milli himins og jarðar." Hún kveðst einkar ánægð með útkomuna og bendir á að hún hafi áður átt gott samstarf við Önnu Cynthia Leplar. „Myndirnar hennar eru mjög fallegar og það var lögð mikil alúð í þessa bók af allra hálfu." Í bókinni eru sögur um Allanalla og Boggu á Hjalla en Vilborg segist vera á kunnuglegum slóðum þar eins og oft áður. „Ég er svolítið stödd þarna á Vestdalseyri eins og oftast. Það er náttúrlega dálítið sérstakt að vera frá stað sem er algjörlega farinn í eyði. Margir Íslendingar hafa reynt það, höfuðborgin sogaði allt til sín og í raun var landsbyggðin notuð eins og nýlenda til að byggja þessa stóru og glæsilegu Reykjavík." Titillinn er einnig vandlega valinn. „Það er nú svo að líf okkar snýst nú dálítið um fugl og fisk í þessu landi og í ljóðunum er iðulega vísað til ýmist fugla eða fiska. Svo er það líka sagt um eitthvað lítilfjörlegt að það sé hvorki fugl né fiskur. Mér finnst því svolítið grobb í því að segja bara að þetta sé bæði fugl og fiskur," segir Vilborg og kímir. Fiskarnir eru höfundinum hugleiknir og hún útskýrir að ljóðið „Reynsla" sem birtist í ljóðabók hennar Fiskar hafa enga rödd árið 2004 sé einnig í nýju bókinni. „Það ljóð er skrifað frá sjónarmiði barns, eins og ég skrifa oft. Þegar ég var að hugsa um titil á þá bók kom mér í hug að náttúran og fiskarnir sem hafa verið mikilvæg undirstaða lífs í þessu landi hafa ekki átt sér neina talsmenn. Það hefur verið gengdarlaus rányrkja í hafinu. Mér þykir vænt um fiska og ákaflega vænt um hafið og finnst það stórkostlegt ævintýri að vakna til þess á hverjum morgni að við skulum eiga þetta land með náttúrulegum landamærum og ótrúlegum auðæfum. Þetta eigum við fólkið í landinu og þess vegna verðum við að hlusta á rödd náttúrunnar." Myndlist Önnu Cynthiu Leplar. Þær Vilborg hafa átt farsælt samstarf. . Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Úrval verka Vilborgar Dagbjartsdóttur kemur út hjá forlaginu JPV með yfirskriftinni Fugl og fiskur. Í bókinni eru ljóð og sögur Vilborgar handa börnum sem komið hafa út á árabilinu 1955-2005, fallega myndskreytt af listakonunni Önnu Cynthiu Leplar. Margir kannast við sögur Vilborgar, til dæmis ævintýri Allanalla og Labba pabbakúts en höfundurinn hefur starfað ötullega að barnamenningu um árabil, með verkum sínum og þýðingum hefur Vilborg auðgað heim þeirra auk þess sem hún starfaði um árabil sem kennari. „Ég hef alltaf átt gott samband við börn og mér finnst mjög gaman að segja börnum sögur og lesa fyrir þau," segir Vilborg en gerir talsvert af því að heimsækja börn í bæði leik- og grunnskólum. „Bækurnar mínar fyrir yngstu krakkana eru löngu uppseldar og ég varð 75 ára í fyrra. Það eru viss tímamót - maður er að verða gamall og þessi bók er nokkurs konar gjöf mín til barnanna í landinu," segir Vilborg. „Það var mjög ánægjulegt þegar Jóhann Páll hjá forlaginu JPV hafði samband og vildi gefa út verk eftir mig. Ég ákvað að taka saman það sem ég hef skrifað fyrir börn í gegnum árin og valdi það sem ég taldi að hæfði best, ljóðin eru til dæmis um börn eða beinlínis ort handa börnum. Kannski er margt af þessu dálítið alvarlegt en þannig er nú lífið og börn þurfa því miður að reyna margt - þau þurfa líka á því að halda að það sé talað við þau í einlægni og ekki dregið neitt undan." Vilborg áréttar mikilvægi þess að allir gefi af sér, sérstaklega við börnin og það sé ýmislegt sem fullorðið fólk getur lært af þeim. „Börn eru svo forvitin og opin fyrir öllu. Þau eru áhugasöm um orðin og tungumálið, hafa gaman af því að læra ný orð og af gátum og vísum. Þau ræða við mann um allt milli himins og jarðar." Hún kveðst einkar ánægð með útkomuna og bendir á að hún hafi áður átt gott samstarf við Önnu Cynthia Leplar. „Myndirnar hennar eru mjög fallegar og það var lögð mikil alúð í þessa bók af allra hálfu." Í bókinni eru sögur um Allanalla og Boggu á Hjalla en Vilborg segist vera á kunnuglegum slóðum þar eins og oft áður. „Ég er svolítið stödd þarna á Vestdalseyri eins og oftast. Það er náttúrlega dálítið sérstakt að vera frá stað sem er algjörlega farinn í eyði. Margir Íslendingar hafa reynt það, höfuðborgin sogaði allt til sín og í raun var landsbyggðin notuð eins og nýlenda til að byggja þessa stóru og glæsilegu Reykjavík." Titillinn er einnig vandlega valinn. „Það er nú svo að líf okkar snýst nú dálítið um fugl og fisk í þessu landi og í ljóðunum er iðulega vísað til ýmist fugla eða fiska. Svo er það líka sagt um eitthvað lítilfjörlegt að það sé hvorki fugl né fiskur. Mér finnst því svolítið grobb í því að segja bara að þetta sé bæði fugl og fiskur," segir Vilborg og kímir. Fiskarnir eru höfundinum hugleiknir og hún útskýrir að ljóðið „Reynsla" sem birtist í ljóðabók hennar Fiskar hafa enga rödd árið 2004 sé einnig í nýju bókinni. „Það ljóð er skrifað frá sjónarmiði barns, eins og ég skrifa oft. Þegar ég var að hugsa um titil á þá bók kom mér í hug að náttúran og fiskarnir sem hafa verið mikilvæg undirstaða lífs í þessu landi hafa ekki átt sér neina talsmenn. Það hefur verið gengdarlaus rányrkja í hafinu. Mér þykir vænt um fiska og ákaflega vænt um hafið og finnst það stórkostlegt ævintýri að vakna til þess á hverjum morgni að við skulum eiga þetta land með náttúrulegum landamærum og ótrúlegum auðæfum. Þetta eigum við fólkið í landinu og þess vegna verðum við að hlusta á rödd náttúrunnar." Myndlist Önnu Cynthiu Leplar. Þær Vilborg hafa átt farsælt samstarf. .
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira