Hljómsveitin Dr. Spock verður ekki sökuð um að hafa slegið slöku við á tónleikum sínum í Kaupmannahöfn á föstudag. Krafturinn sem býr í bandinu flæddi óbeislaður út úr hátölurunum og dundi á eyrum tónleikagesta.
Fjölmenni var á staðnum og stemningin fyrir framan sviðið var mikil. Sérstaklega undir lokin þegar liðsmenn hljómsveitarinnar voru orðnir klæðalitlir og flestir áhorfendur komnir í bleika uppþvottahanska sem söngvararnir hentu út í skarann. Íslenska hljómsveitin Croisztans sá um upphitunina og gerði það vel og því fengu tónleikagestir mikið fyrir dönsku krónurnar sínar í þetta skiptið.

.


.

.

.

.