Menning

Jólalegur kokteill

Tuttugasta og fjórða jólagleði Kramhússins á morgun.
Tuttugasta og fjórða jólagleði Kramhússins á morgun.

Nemendur Kramhússins efna til Jólagleði í Borgarleikhúsinu á morgun og sýna margslungnar listir sínar. Leyndir hæfileikar fá þar að njóta sín og munu stíga á svið hversdagsstjörnur úr hinum íslenska veruleika.

Jólagleðin hefur vaxið ár frá ári og er nú orðin metnaðarfull sýning með dans- og skemmtiatriðum um 280 þátttakenda. Eins og venja er mun fjölbreytni ríkja og í boði er alþjóðlegur menningarkokteill að hætti hússins undir stjórn kennara frá Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Spáni, Búlgaríu, Austurríki, Gíneu, Argentínu, Perú, Mexikó, Síle og Íslandi. Að vanda munu óvæntar uppákomur og leynigestir gleðja áhorfendur og kynnir kvöldsins er Kolbrún Halldórsdóttir.

Húsið opnar kl. 20.00 og skemmtunin hefst kl. 20.30. Eftir að formlegri dagskrá lýkur verður súpa og heimabakað brauð selt á vægu verði og haldinn dansleikur í andyri hússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×