Skoðun

Ekkert persónulegt

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson hefur farið mikinn vegna tímabundins verkefnis sem ég hef verið ráðinn til hjá Faxaflóahöfnum. Í þeirri orrahríð hefur hann ítrekað tekið fram að það sé ekkert persónulegt gagnvart mér.

Hins vegar tók hann uppá því að senda starfssamning minn við Höfnina á allar helstu fréttastofur landsins, áfram undir kjörorðinu, ekkert persónulegt. Gott og vel. Við Dagur eigum það sameiginlegt að stunda aðra vinnu samhliða störfum okkar í borgarstjórn.

Hann réði sig til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík eftir að hafa úthlutað skólanum stærstu lóð í sögu borgarinnar. Til þess að taka af allan vafa um að Dagur B. Eggertsson sitji örugglega við sama borð og aðrir stundarkennarar við HR þá verður hann að leggja spilin á borðið og birta heildarlaun sín opinberlega. Hann getur svo svarað því til sjálfur hvort það sé persónulegt eða ekki.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×