Skattlagning ellilífeyris 16. desember 2006 05:00 Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri í Reykjavík, var í kosningabáttunni lofaði hann því margoft að ef hann kæmist að þá skyldu málefni eldri borgara vera í algjörum forgangi. Ég er eldri borgari og satt að segja leist mér ekki á svona kosningaloforð úr þessari áttinni, enda reyndist ótti minn réttur. Nú þegar er búið að hækka dvalarkostnað minn um 10.000 kr. og mig munar um það. Mér finnst einnig skatturinn fara virkilega illa með okkur ellilífeyrisþega. Sem dæmi um mig get ég nefnt þetta: Ég bjó í Svíþjóð í fjórtán ár. Fór út til Svíþjóðar árið 1979 eftir skilnað. Ég er sjómaður og var á sænskum skipum þennan tíma. Ég gifti mig aftur og var alfarið búandi í Svíþjóð þennan tíma. Ég fékk ellilífeyri frá Svíum fyrir þennan tíma. Þegar ég kem aftur til Íslands (1994) og geri mína skattskýrslu þá vill skatturinn alltaf skattleggja lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð með hinum. Bókari, sem gerði skattskýrsluna fyrir mig, fletti upp í íslenskum lögum og fann þar grein sem sagði að bannað væri að tvískatta innan Norðurlandanna. Við sendum kæru til ríkisskattstjóra en svarið var: Jú, það er rétt að það er bannað að tvískatta innan Norðurlandanna. En það var allt í lagi að leggja á (þá sænsku) ef það heitir bara eitthvað annað en skattur, til dæmis tekjutenging og svo framvegis. Síðan ég kom frá Svíþjóð hef ég skipt þessum sænsku peningum yfir í íslenska þannig að eitthvað fær nú íslenska ríkið í sinn hlut af þessum peningum frá Svíþjóð. Samanlagt finnst mér þetta vera ærinn skattur á ellilífeyrisþega. Ég borga 36,72% skatt af tekjum (ætti að vera 10% fyrir ellilífeyrisþega). Nú er alltaf verið að bera sig saman við Norðurlandaþjóðirnar. Ég er hundrað prósent viss um að Ísland slær hinum Norðurlandaþjóðunum rækilega við með fáum háum sköttum á ellilífeyrisþega. Þetta er tví- og þrísköttun. Í fyrsta lagi skattleggja Svíar (hóflega þó), síðan Íslendingar og síðan peningarnir frá Svíþjóð, sem fara út í þjóðfélagið.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar