Jólahugleiðing 16. desember 2006 05:00 Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlátlega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikilvægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdagsins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúrlegri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands + Módettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hugsjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomufólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar