Fjármagna nágrannana 20. desember 2006 00:01 Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira