Viðskipti innlent

Actavis dregur úr framleiðslu í Evrópu

Verksmiðja Grandix á Indlandi
Verksmiðja Grandix á Indlandi
Actavis hefur tilkynnt um sölu á lyfjaverksmiðju sinni í Lier í Noregi til norska tryggingar­félagsins Storebrand. Félagið greiðir sem samsvarar 900 milljónum króna fyrir verksmiðjuna. Á þriðjudaginn tilkynnti félagið um kaup á verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals þar sem fram fer framleiðsla og þróun samheitalyfja. Er áætlað að auka afkastagetu verksmiðjunnar þar úr 700 milljónum taflna í fjóra milljarða. Á sama tíma var tilkynnt um opnun félagsins á nýrri þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna.

Actavis á tuttugu verksmiðjur í tólf löndum. Breytingarnar í vikunni eru í samræmi við markmið félagsins um samþættingu framleiðslueininga og að styrkja framlegðarstig samstæðunnar. „Markmið okkar fyrir þetta ár að ná EBITDA-framlegð upp á 20 til 21 prósent. Við stefnum á að hækka það hlutfall upp í 21 til 22 prósent á næsta ári,“ segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis. Hann segir að til að ná þessu markmiði verði skoðað að minnka enn frekar framleiðslu á öðrum og óhagkvæmari stöðum. Engar ákvarðanir liggi þó fyrir um hvar það verði gert.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×