Stefnufesta í úfnum sjó 28. desember 2006 06:15 Sigurjón Þ. Árnason, Bankastjóri Landsbankans Sigurjón segir árið 2006 árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki” en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. MYND/GVA Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira