Viðskipti innlent

Tjónahlutfall 90%

Samanlagður hagnaður vátryggingafélaga á síðasta ári nam 21,1 milljarði króna en þetta kemur fram í samantekt FME. Alls báru tólf íslensk vátryggingafélög virka vátryggingaráhættu.

Skaðatryggingafélögin svokölluðu báru uppi þennan hagnað og fóru þar fremst í flokki Sjóvá, TM og VÍS sem högnuðust samanlagt um 19,4 milljarða króna.

Eins og undangengin ár báru fjárfestingatekjur uppi hagnað stóru tryggingafélaganna en heildarfjárfestingatekjur skaðatryggingafélaga námu þrjátíu milljörðum króna. Tjónahlutfall er enn óviðunandi fyrir geirann í heild. Eigin iðgjöld skaðatryggingafélaga námu rúmum 21 milljarði króna en eigin tjón nítján milljörðum. Tjónahlutfallið nam því 90,2 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×