Danir veðja á sterkari krónu og mjúka lendingu 6. september 2006 00:01 íslenskar krónur Dönum gefst nú kostur á að fjárfesta í íslenskum krónusjóðum. Ávöxtunin veltur á því hvort lending íslensks efnahagslífs verði á endanum mjúk, segir í auglýsingu. MYND/GVA Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist. Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist.
Viðskipti Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira