Viðskipti innlent

Saga Existu í stuttu máli

2001 Nokkrir sparisjóðir stofna SP-eignar­haldsfélag utan um hluti sína í Kaupþingi. Kaupþing gerist hluthafi og nafni félagsins er breytt í Meið.

2002 Í október kaupir Meiður fleiri hluti í Kaupþingi og verður stærsti hluthafinn. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eignast 55 prósenta hlut í félaginu.

2003 Meiður eignast hlutabréf í Bakka­braedur Holding og Scandinavian Holding og verður þar með stærsti hluthafinn í Bakkavör. Bakkabræður eignast um sextíu prósent í Meiði.

2004 Félagið eignast um fjórðungshlut í Flögu Group. Erlendur Hjaltason ráðinn forstjóri.

2005 Meiður eignast nítján prósenta hlut í VÍS. Nafni Meiðs breytt í Exista og skerpt á stefnu félagsins. Exista kaupir hluti í einkavæðingu Símans ásamt öðrum fjárfestum.

2006 Exista kaupir alla hluti í VÍS eignarhaldsfélagi og nýir hluthafar bætast við það í eigendahópinn. Félagið breytist úr fjárfestingafélagi í fjármálaþjónustufyrirtæki. Lýður verður starfandi stjórnarformaður og Sigurður Valtýsson ráðinn inn sem forstjóri við hlið Erlendar. Skráning á markað og hlutafjárútboð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×