Er Fréttablaðið í áróðri? Sigurjón Þórðarson skrifar 6. september 2006 06:00 Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar