Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki 3. mars 2006 14:06 Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira