Innlent

Álverið í Straumsvík stækkað eða lagt niður

Annað hvort verður álverið í Straumsvík stækkað eða það verður lagt niður og því lokað innan fárra ára. Þessu lýstu forráðmenn Alcan yfir við ríkisstjórnina, - segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt og skynsamlegt sé að dreifa stórframkvæmdum í framtíðinni, á lengri tíma en gert hefur verið fyrir austan.

Stækkun álversins í Straumsvík er komin á góðan rekspöl, -það ásamt nýju álveri fyrir norðan, -Sundabraut, -hátæknisjúkrahúsi, -Héðinsfjarðargöngum og tónlistarhúsi, -stefnir það ekki öllu jafnvægi í þjóðarbúinu í voða. En þrátt fyrir allt munu þessar framkvæmdir skila auknum hagvexti, -jafnvel 5-6 prósentum á ári, -og allt að 15 milljörðum króna í ríkissjóð, -segir forsætisráðherra.

Bæði forsætisráðherra og iðnaðarráðherra hafa sagt að ekki verði hægt að reisa álver tvö ný álver, -og stækka það þriðja á svipuð'um tíma. Það sé einfaldlega ekki hægt að skaffa næga orku. Það virðist jafnframt ljóst að álver á Suðurnesjum verði látið sitja á hakanum. Ísland hefur mengunarkvóta samkvæmt Kyoto-samkomulaginu, -sem gildir í sex ár til viðbótar, -upp á 16-hundruð þúsund tonn árin 2008 til 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×