Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 14:48 Ragnar skorar á fólk að prófa að dvelja heilu dagana á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Hann vill að heimilislausir fái að dvelja í gistiskýlunum yfir daginn eða þeim verði útvegað annað húsnæði. vísir Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. Snjó festi í fyrsta skipti þennan veturinn í Reykjavík í dag. Heldur er napurt og kalt í veðri en hitastig er rétt ofan við frostmark. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus karlmaður sem hefur komið fram fyrir hóp þeirra undanfarin ár, birti neyðarkall á Facebook-síðu sinni í dag. Hann ræddi við fréttamann fyrr í vikunni og lýsti yfir áhyggjum af því að fárveikt fólk sé látið yfirgefa gistiskýli Reykjavíkur klukkan tíu á morgnana eins og reglur segi til um. Í færslu sinni á Facebook er Ragnar staddur fyrir utan kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Þangað geta heimilislausir leitað á daginn á meðan þremur gistiskýlum bæjarins er lokað. „Það er fárveikt fólk sem þarf að fara út í þetta veður,“ segir Ragnar og óskar eftir húsnæði fyrir heimilislausa. „Ég veit það eru íbúðir lausar hjá Félagsbústöðum. Það er hægt að koma okkur í íbúðir eins og skot.“ Honum þyki miður að þriðja veturinn í röð þurfi hann að senda út hjálpakall. „Má ég bjóða ykkur að vera á Kaffistofu Samhjálpar allan daginn? Prófiði bara að vera þar einn fokking dag. Þetta eru ekkert aðstæður til að vera í yfir dag. Fólk sem er lasið á að vera uppi í rúmi núna.“ Skutla fólki í vondu veðri Rannveig Einarsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir samning borgarinnar við Samhjálp um opnun kaffistofunnar fyrir heimilislausa yfir daginn hafa tekið gildi þann 1. nóvember. „Kaffistofan er opin þegar gistiskýlunum er lokað á daginn. Svo höfum við verið mjög sveigjanleg ef veðrið er mjög tvísýnt. Til dæmis með því að aðstoða fólk við að komast á milli ef það viðrar þannig,“ segir Rannveig. Þá með flutningi í bílum. Samningurinn við Samhjálp hafi reynst vel í fyrravetur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi sameinast um að semja við Samhjálp. Veikt fólk sé ekki sett út á götu Hún segir mjög erfitt að meta hvenær gerð sé undanþága á reglum og fólki leyft að vera inni í gistiskýlunum yfir daginn. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.Vísir/Sigurjón „Það er mjög erfitt að segja til um ákveðið hitastig eða stöðu í veðri. Við höfum metið það hverju sinni. Það er ekki hægt að setja fast viðmið á það. Við metum stöðuna dag frá degi.“ Þá segir hún af og frá að fólk sé sett út ef það sé veikt. „Það er alveg skýrt að ef fólk er veikt þá er það ekki sett út á götu.“ Margt heimilislaust fólk glímir við fíknivanda og spurning hvernig veikindi þess eru metin. „Þetta er metið hverju sinni en reynt að hafa mannúð að leiðarljósi.“ Heiður að geta gefið gestum að borða Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. „Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun,“ segir á vef Samhjálpar. „Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.“ Reykjavík Veður Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Snjó festi í fyrsta skipti þennan veturinn í Reykjavík í dag. Heldur er napurt og kalt í veðri en hitastig er rétt ofan við frostmark. Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus karlmaður sem hefur komið fram fyrir hóp þeirra undanfarin ár, birti neyðarkall á Facebook-síðu sinni í dag. Hann ræddi við fréttamann fyrr í vikunni og lýsti yfir áhyggjum af því að fárveikt fólk sé látið yfirgefa gistiskýli Reykjavíkur klukkan tíu á morgnana eins og reglur segi til um. Í færslu sinni á Facebook er Ragnar staddur fyrir utan kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Þangað geta heimilislausir leitað á daginn á meðan þremur gistiskýlum bæjarins er lokað. „Það er fárveikt fólk sem þarf að fara út í þetta veður,“ segir Ragnar og óskar eftir húsnæði fyrir heimilislausa. „Ég veit það eru íbúðir lausar hjá Félagsbústöðum. Það er hægt að koma okkur í íbúðir eins og skot.“ Honum þyki miður að þriðja veturinn í röð þurfi hann að senda út hjálpakall. „Má ég bjóða ykkur að vera á Kaffistofu Samhjálpar allan daginn? Prófiði bara að vera þar einn fokking dag. Þetta eru ekkert aðstæður til að vera í yfir dag. Fólk sem er lasið á að vera uppi í rúmi núna.“ Skutla fólki í vondu veðri Rannveig Einarsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir samning borgarinnar við Samhjálp um opnun kaffistofunnar fyrir heimilislausa yfir daginn hafa tekið gildi þann 1. nóvember. „Kaffistofan er opin þegar gistiskýlunum er lokað á daginn. Svo höfum við verið mjög sveigjanleg ef veðrið er mjög tvísýnt. Til dæmis með því að aðstoða fólk við að komast á milli ef það viðrar þannig,“ segir Rannveig. Þá með flutningi í bílum. Samningurinn við Samhjálp hafi reynst vel í fyrravetur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi sameinast um að semja við Samhjálp. Veikt fólk sé ekki sett út á götu Hún segir mjög erfitt að meta hvenær gerð sé undanþága á reglum og fólki leyft að vera inni í gistiskýlunum yfir daginn. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.Vísir/Sigurjón „Það er mjög erfitt að segja til um ákveðið hitastig eða stöðu í veðri. Við höfum metið það hverju sinni. Það er ekki hægt að setja fast viðmið á það. Við metum stöðuna dag frá degi.“ Þá segir hún af og frá að fólk sé sett út ef það sé veikt. „Það er alveg skýrt að ef fólk er veikt þá er það ekki sett út á götu.“ Margt heimilislaust fólk glímir við fíknivanda og spurning hvernig veikindi þess eru metin. „Þetta er metið hverju sinni en reynt að hafa mannúð að leiðarljósi.“ Heiður að geta gefið gestum að borða Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil. „Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun,“ segir á vef Samhjálpar. „Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.“
Reykjavík Veður Fíkn Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira