Innlent

Aktivismi hlaut viðurkenningu

Nýsköpunarsjóður námsmanna og Ungt fólk í Evrópu fjármögnuðu heimildamyndina.
Nýsköpunarsjóður námsmanna og Ungt fólk í Evrópu fjármögnuðu heimildamyndina.

Aðgerðastarf Heimildamyndin Sófakynslóðin eftir Áslaugu Einarsdóttur og Garðar Stefánsson var frumsýn við góðar viðtökur í Háskólabíói í gær. Myndin fjallar um aktivisma á Íslandi og hvað fólk getur gert til að vinna að hugsjónum sínum.

Garðar segir hugtakið aktivisma hafa fengið nokkurs konar viðurkenningu með þessari fjölsóttu frumsýningu. „Aðgerðarstarf hefur haft neikvæða ímynd á sér og það er eitthvað sem verður að berjast gegn. Aktivistar er einfaldlega það fólk sem vill láta skoðun sína heyrast og þetta er ört stækkandi hópur,“ segir Garðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×