Körfubolti

Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland

Gilbert Arenas var engum líkur fyrir Washington í nótt.
Gilbert Arenas var engum líkur fyrir Washington í nótt. Getty Images

Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum.

Cleveland átti engin svör við stórleik Arenas í nótt en auk þess að skora stigin 45 gaf hann sex stoðsendingar. "Þegar hann kemst í svona stuð þá þýðir ekkert annað en að slaka á og njóta sýningarinnar. Hann var óstöðvandi," sagði samherji Arenas, DeShawn Stevenson, eftir leikinn í nótt. Leiknum lyktaði með 111-99 sigri Washington.

Utah hefur aðeins tapað einum af fyrstu 10 leikjum sínum á tímabilinu og er liðið með langbesta vinningshlutfallið í NBA-deildinni það sem af er. Í nótt vann liðið Pheonix á heimavelli sínum eftir framlengingu, 120-117. Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Utan en Shawn Marion var með 35 fyrir Pheonix.

Úrslit í öðrum leikjum urðu sem hér segir:

Miami- Atlanta 93-88

Charlotte-Orlando 83-97

Detroit-Houston 104-92

New York-Boston 118-122

Dallas-Memphis 89-84

Denver-Toronto 117-109

Golden State-Seattle 107-95

Philadelphia-LA Clippers 103-97

Milwaukee-Indiana 100-102

New Jersey-Portland 68-86




Fleiri fréttir

Sjá meira


×