Í hóp þeirra stærstu 28. desember 2006 06:30 Róbert Wessman Forstjóri Actavis heldur tölu á kynningarfundi Actavis á fyrri hluta ársins. MYND/Heiða Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu. Stefna Actavis hefur verið skýr frá því við hófum okkar útrás árið 1999. Við trúum því að lykillinn að velgengni félagsins byggist m.a. á því öfluga þróunarstarfi sem félagið býr yfir, góðri markaðsstöðu á stærstu lyfjamörkuðum heims og að Actavis sé nú þekkt fyrir að búa yfir einu breiðasta lyfjaúrvali á sviði samheitalyfja í heiminum í dag. Þessir þættir ásamt öflugu stjórnendateymi munu gera okkur kleift að vaxa enn frekar á næstu árum. Áhugi okkar á kaupum á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva vakti mikla athygli en með kaupunum hefði Actavis verið komið í hóp þeirra þriggja stærstu. Vörumerki félagsins er því orðið sérlega áberandi á erlendum mörkuðum, aðeins tveimur árum eftir nafnabreytingu félagsins. Til að mynda er Actavis fyrsta íslenska félagið sem erlendu bankarnir Credit Suisse og ABN Amro gefa út verðmat á og fleiri erlendar greiningarskýrslur eru væntanlegar á næstu mánuðum. Áhugi erlendra greiningaraðila og fjárfesta ber þess merki að félagið hafi góða framtíðarsýn og að félagið sé einn áhugaverðasti fjárfestingarkosturinn í heimi samheitalyfja. Þá teljum við að samruni Kauphallar Íslands við OMEX sé jákvætt skref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og geti stuðlað að auknum fjárfestingum erlendra fjárfesta á markaðnum. Við höfum einnig sýnt því áhuga að skrá hlutafé félagsins í evrur og teljum að það gæti einnig verið ákjósanlegt fyrir önnur íslensk félög. Það er mikilvægur hluti af starfsemi félagsins á ári hverju, að láta gott af sér leiða með því að styrkja eða standa fyrir þjóðþrifamálum. Til að mynda hefur Actavis tekið þátt í forvarnarverkefnum Vilnius, Belgrad, Sofiu, Istanbúl og St. Pétursborgar í forvarnarverkefninu „Youth in Europe - a Drug Prevention Programme" í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá áttum við einnig í samstarfi við forseta Íslands og fjölmarga aðila innan íþróttahreyfingarinnar um vímuvarnardag á Íslandi nú í haust. Á komandi ári munum við áfram leggja áherslu á að auka vöxt og arðsemi félagsins enn frekar. Samhliða öflugum innri vexti og góðu þróunarstarfi munum við halda áfram að leita fjárfestingartækifæra og er fjárfestingargeta félagsins umtalsverð ef áhugaverð tækifæri bjóðast. Megináherslurnar eru á að styrkja markaðsstöðu okkar á lykilmörkuðum í Mið- og Suður-Evrópu, auk þess sem við munum horfa til Asíu og Suður-Ameríku til lengri tíma litið. Það er yfirlýst markmið félagsins að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims innan fárra ára. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu. Stefna Actavis hefur verið skýr frá því við hófum okkar útrás árið 1999. Við trúum því að lykillinn að velgengni félagsins byggist m.a. á því öfluga þróunarstarfi sem félagið býr yfir, góðri markaðsstöðu á stærstu lyfjamörkuðum heims og að Actavis sé nú þekkt fyrir að búa yfir einu breiðasta lyfjaúrvali á sviði samheitalyfja í heiminum í dag. Þessir þættir ásamt öflugu stjórnendateymi munu gera okkur kleift að vaxa enn frekar á næstu árum. Áhugi okkar á kaupum á króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva vakti mikla athygli en með kaupunum hefði Actavis verið komið í hóp þeirra þriggja stærstu. Vörumerki félagsins er því orðið sérlega áberandi á erlendum mörkuðum, aðeins tveimur árum eftir nafnabreytingu félagsins. Til að mynda er Actavis fyrsta íslenska félagið sem erlendu bankarnir Credit Suisse og ABN Amro gefa út verðmat á og fleiri erlendar greiningarskýrslur eru væntanlegar á næstu mánuðum. Áhugi erlendra greiningaraðila og fjárfesta ber þess merki að félagið hafi góða framtíðarsýn og að félagið sé einn áhugaverðasti fjárfestingarkosturinn í heimi samheitalyfja. Þá teljum við að samruni Kauphallar Íslands við OMEX sé jákvætt skref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og geti stuðlað að auknum fjárfestingum erlendra fjárfesta á markaðnum. Við höfum einnig sýnt því áhuga að skrá hlutafé félagsins í evrur og teljum að það gæti einnig verið ákjósanlegt fyrir önnur íslensk félög. Það er mikilvægur hluti af starfsemi félagsins á ári hverju, að láta gott af sér leiða með því að styrkja eða standa fyrir þjóðþrifamálum. Til að mynda hefur Actavis tekið þátt í forvarnarverkefnum Vilnius, Belgrad, Sofiu, Istanbúl og St. Pétursborgar í forvarnarverkefninu „Youth in Europe - a Drug Prevention Programme" í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá áttum við einnig í samstarfi við forseta Íslands og fjölmarga aðila innan íþróttahreyfingarinnar um vímuvarnardag á Íslandi nú í haust. Á komandi ári munum við áfram leggja áherslu á að auka vöxt og arðsemi félagsins enn frekar. Samhliða öflugum innri vexti og góðu þróunarstarfi munum við halda áfram að leita fjárfestingartækifæra og er fjárfestingargeta félagsins umtalsverð ef áhugaverð tækifæri bjóðast. Megináherslurnar eru á að styrkja markaðsstöðu okkar á lykilmörkuðum í Mið- og Suður-Evrópu, auk þess sem við munum horfa til Asíu og Suður-Ameríku til lengri tíma litið. Það er yfirlýst markmið félagsins að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims innan fárra ára.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Undiralda breytinga Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. 28. desember 2006 06:45