Viðskiptaannáll 2006 28. desember 2006 06:15 Í janúar setti Ker Olíufélagið Esso í sölumeðferð. Bílanaust keypti svo í fyrirtækið í byrjun ársins. Mikil bjartsýni var ríkjandi í upphafi árs. Að baki var metár í viðskiptum þar sem úrvalsvísitalan hafði hækkað um 65 prósent, langt umfram væntingar. Bankar, fjárfestingarfélög og stór útrásarfyrirtæki höfðu rokið upp úr öllu valdi og náð áður óþekktum stærðum. Markaðsvirði viðskiptabankanna náði í janúar yfir þúsund milljörðum króna, slagaði hátt í hreinar eignir lífeyrissjóðanna. KB banki sló reyndar met strax á fyrsta degi viðskipta þegar markaðsvirði hans fór í fyrsta sinn yfir 500 milljarða króna. Ekki er því að undra mikinn áhuga fjárfesta á hlutafjárútboði Íslandsbanka í byrjun ársins þar sem selt var nýtt hlutafé fyrir 19 milljarða króna í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Bjarni Ármannsson forstjóri keypti fyrir 930 milljónir og Karl Wernersson fyrir þrjá milljarða. Breytingar höfðu jafnframt átt sér stað í eigendahópi bankans þegar Straumur seldi nálægt því fjórðungshlut í bankanum til nokkurra fjárfesta. Togstreita hafði verið í hluthafahópnum og óeining um stefnu. Þá var upplýst um að hjá Keri vildu menn fara í uppstokkun og erlendar fjárfestingar, en þar var Olíufélagið Esso sett í sölumeðferð. Mikill áhugi bæði innlendur og erlendur var sagður á fyrirtækinu, en salan fór þannig fram að valdir voru örfáir til að skila inn óskuldbindandi tilboðum áður en frekari samningaumleitanir færu fram. Undir lok mánaðarins hurfu svo Jarðboranir af markaði eftir að Atorka keypti fyrirtækið af Orkuveitu Reykjavíkur. Þá fékk Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki í fyrsta sinn mat hjá Fitch Ratings. Samtök iðnaðarins stóðu svo fyrir fundi í lok mánaðarins þar sem hátæknifyrirtæki og háskólastofnanir skoruðu á stjórnvöld að efla „þriðju stoðina“ í íslensku efnahagslífi, hátækniiðnað og nýsköpunarstarf. „Við blasir aukin samkeppni við aðrar kauphallir, bæði vegna breytinga á umhverfi fjármálamarkaða og eflingar skráðra félaga. Stærstu félögin geta auðveldlega skráð sig á aðra markaði.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, 4. janúar. Febrúar Febrúar - FL Group, Icelandair, Hannes Smárason, Jón Karl ÓLafsson Mánuðurinn byrjaði á neikvæðum skrifum erlendra greiningardeilda um stöðu bankanna. Bankarnir sögðu gagnrýnina á misskilningi byggða og bjuggust til að bæta upplýsingagjöf til erlendra fjárfesta með von um skjóta úrlausn. Nánar er fjallað um bankaóróann í sérstökum kafla hér til hliðar. Í febrúarbyrjun var upplýst um beiðni alþjóðlegu byggingarvörukeðjunnar til Reykjavíkurborgar um að fá að byggja í landi Úlfarsfells stærstu byggingarvöruverslun landsins. Fyrirtækið sagðist áður hafa verið búið að fá vilyrði fyrir lóðum bæði í Kópavogi og í Garðabæ, en þær fyrirætlanir ekki gengið eftir. Hluthafar og stjórnendur Bílanausts ásamt fjárfestum keyptu Olíufélagið Esso af Keri á 17 til 18 milljarða króna. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts og nýs eignarhaldsfélags Olíufélagsins, taldi töluverða möguleika á auknu samstarfi og hagræðingu. Í byrjun mánaðarins gaf Kaupþing banki svo út svokölluð „sérvarin skuldabréf“ til að fjármagna húsnæðislán sín. Bankinn fékk toppeinkunn, AAA hjá Moody‘s, á bréfin, en það er sama einkunn og ríkið og í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki fékk slíka einkunn án ríkisábyrgðar. Icelandair Group upplýsti um fyrirætlanir um skráningu félagsins á markað á en fyrir áramótin höfðu verið gerðar stórfelldar skipulagsbreytingar á flugfélaginu sem skildi það enn frekar frá móðurfélaginu FL Group. Nánari útfærsla á útboði og söluferli átti að liggja fyrir með vorinu. Skýrr, dótturfélag Kögunar, skrifaði undir samning um kaup á tæplega 60 prósenta hlut í EJS. Um svipað leyti var upplýst að Síminn hefði keypt 27 prósent í Kögun af FL Group og Straumi-Burðarási á rúma þjá milljarða króna. Hagfræðistofnun kynnti í febrúar skýrslu um gengismál en í henni var niðurstaðan sú að þótt ýmislegt mælti með því að taka hér upp evru, svo sem efling samkeppnisatvinnuvega, aukin alþjóðaviðskipti og lægri vextir, þá vægi þyngra að hafa hér sjálfstæða peningamálastjórn sem væri litlu hagkerfi ein og okkar þar sem sveiflur væru miklar mikilvægt. Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs var horft til framtíðar þar sem þjóðin yrði tvítyngd og Ísland það samkeppnishæfasta í heimi. „Alveg klárt er að um bankana gildir ekki að illt umtal sé betra en ekkert.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, 8. febrúar. Mars Straumur-Burðarás, Þórður Már Jóhannesson, Magnús Kristinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson Víðar reyndist titringur en í umræðu um fjármála- og efnahagslíf eins og opinberaðist í marsbyrjun þegar gáraðist áður lygnt yfirborðið hjá Straumi-Burðarási. Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, var óvænt felldur úr embætti á fysta fundi stjórnar bankans þar sem hún skipti með sér verkum. Almennur rómur var í þá átt að Björgólfur Thor Björgólfsson formaður hefði þarna stigið feilspor sem ekki sæi fyrir endann á þegar stórum hluthafa var ýtt til hliðar. Ellefta mars kynnti Íslandsbanki útlits og nafnbreytingu hjá sér. Bankinn heitir nú Glitnir. Upplýst var um það í marsbyrjun að í byrjun ársins hafi verið slegið met í kaupum íslenskra fjárfesta á erlendum verðbréfum. Undir þessa þróun sögðu sérfræðingar að ýtt hefði sterk króna og hátt verð verðbréfa heimafyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, sagði þessa þróun verðbréfakaupa góða. „Æskilegt er að menn dreifi áhættunni og gott fyrir svona skuldsetta þjóð að menn eigi eignir erlendis sem skili okkur tekjum í framtíðinni,“ sagði hún. Staðan í efnahagsmálum hélt áfram að valda mönnum áhyggjum. Hagstofan birti tölur um að hagvöxtur á árinu 2005 hefði verið 5,5 prósent. Í september voru svo reyndar birtar endurskoðaðar tölur sem sýndu hagvöxt upp á 7,5 prósenta hagvöxt. Ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum, en gera átti lífeyrissjóðum auðveldara að fjárfesta í þeim og bakslag kom í bankaumræðuna í byrjun mánaðarins þegar Merrill-Lynch gaf út skýrslu sína. Á seinni hluta marsmánaðar kom Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings með innlegg í umræðu um stöðu krónunnar þegar hann sagði hana í raun ekki henta bankanum. Verulega athygli vakti þegar hann sagði að huga þyrfti að því hvort bankinn yrði í framtíðinni íslenskur eða evrópskur. Umræða um krónuna var lífleg í mars, enda stóð hún höllum fæti í hafsjó erfiðrar umræðu um íslenskt efnahagslíf. 21. mars kom út „svarta skýrslan um Ísland“ hjá Danske bank. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar sagði svo í mars að ekki væri hægt að útiloka sameiningu við OMX kauphallarsamstæðuna, en eins og staðan væri þætti óbreyttur rekstur hagstæðari. Hjá Kögun var allt útlit fyrir að Síminn myndi kaupa fyrirtækið að fullu. Stjórnendur og aðrir stórir hluthafar virtust reiðubúnir að selja bréf sín stærstu hluthöfum, Exista og Símanum. Annað tengt Símanum í marslok var að greint var frá því að fyrirtækið ætti í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um möguleg kaup Orkuveitunnar á grunnneti Símans. Í lok mánaðarins kom í ljós að Skoðun dótturfélag Dagsbrúnar hafði keypt 51 prósent bréfa Kögunar, sem áður stefndi í að stærstu hluthafarnir, Síminn og Exista keyptu. Verðið var tæpir 7,4 milljarðar króna, en seljendur voru fjölmargir starfsmenn Kögunar, Straumur-Burðarás og Teton ehf., félag í eigu forstjórans Gunnlaugs M. Sigmundssonar, Arnar Karlssonar, stjórnarformanns Kögunar og Vilhjálms Þorsteinssonar. Í kjölfarið lagði Skoðun fram yfirtökutilboð og keypti hlut Símans og Exista. „Staðreyndin er að alltaf verður erfitt að reka íslensku krónuna í alþjóðlegu fjármálaumróti. Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi á frjálsum markaði. Framhjá því komumst við ekki og þess vegna er hún mjög viðkvæm fyrir hvers konar hreyfingum á markaði. Við höfum enda séð það nú að vont umtal erlendis, byggt á vanþekkingu, getur orðið til þess að setja ákveðna skriðu af stað.“ Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, 27. mars. Apríl Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske Bank Greiningardeild Danske Bank fór fremst í flokki hinna neikvæðu með dómadagspár um fjármálastöðugleika og efnahagsútlit Nokkur titringur einkenndi fjármálamarkað í byrjun apríl. Hlutabréf í erlendum fyritækjum að stórum hluta í eigu Íslendinga höfðu fallið í verði vegna ótta um að íslenskir eigendur þeirra hefðu ekki burði til að taka þau yfir. Best kom þetta fram í bresku Kauphöllinni þar sem merkja mátti töluverða lækkun á bréfum easyJet og Woolworths. Danske Bank spáði söluskriðu. Ekki gengu eftir spár um stórfelldan flótta íslenskra fjárfesta úr erlendum fjárfestingum, en FL Group innleysti engu að síður í byrjun mánaðarins hagnað upp á 13 milljarða króna þegar félagið seldi hlut sinn í easyJet. Fyrstu kaup FL Group í flugfélaginu höfðu átt sér stað í október 2004. Þá var í byrjun mánaðarins upplýst að fótur var fyrir þrálátum orðrómi um atlögu Norska olíusjóðsins að bréfum í íslensku bönkunum. Sjóðurinn, sem er lífeyrissjóður noska ríkisins, hafði tekið svokallaða skortstöðu fyrir áramótin gegn skuldabréfum bæði Kaupþings og Landsbankans. Skortstaða heitir þegar fjárfestir selur skuldabréf og kaupir aftur þegar verð þeirra hefur lækkað. Í Danmörku réði Dagsbrún Sven Dam í starf forstjóra og varastjórnarmanns 365 Media Scandinavia A/S, undirbúningur Nyhedsavisen var í fullum gangi. Össur þurfti einnig í byrjun mánaðarins að innkalla um þrjú þúsund gervihné vegna framleiðslugalla. Ekki var takið að þetta hefði áhrif á framtíðarhorfur fyrirtækisins sem þóttu og þykja enn góðar. Marel keypti fyrirtækið AEW Thurne og Delfod Sortaweigh í Bretlandi og sameinaði undir hatti AEW Delford Systems. Hjá Marel sögðu menn þetta fyrsta skrefið af mörgum í leið þeirra í að stækka og efla fyrirtækið, boðuðu frekari fyrirtækjakaup og hlutafjáraukningu síðar á árinu til að halda sterkri eiginfjárstöðu á vaxtarskeiði. Áhrifin af undanstungu Dagsbrúnar þegar Kögun var keypt voru svo enn að koma í ljós í aprílbyrjun, en þá lét Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr af störfum. Hann hafði þá stýrt félaginu síðan á haustdögum 1997. Hreinn tók afstöðu með Símanum í slagnum og var ósáttur við aðkomu Dagsbrúnar, móðurfélags Og Vodafone. Þá kom stjórn Straums-Burðaráss saman til fundar 26. apríl í fyrsta sinn í sjö vikur. „Vonandi verða ekki mótmæli á flugvellinum þegar við mætum.“ Lars Christensen, sérfræðingur Danske Bank, 12. apríl. Maí Frederic Mishkin, hagfræðiprófessor og síðar einn af bankastjórum bandaríska sðalabankans ásamt. Geir H Haarde, forsætisráðherra. Skýrsla Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar var vendipunktur í erfiðri umræðu um íslenskt fjármálakerfi. Í maí varð viðsnúningur í umræðu um íslenskt efnahagslíf og stöðu bankanna þegar hagfræðingarnir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson birtu skýrslu sína. Útskriftarnemar á Bifröst kynntu einnig ritgerð þar sem bornir voru saman íslenskir og útlenskur bankar. Nemarnir voru bit á vinnubrögðum erlendra greiningardeilda. Þá var í undirbúningi ráðstefna Economist hér á landi og kvað við nokkuð hófstilltan tón í umræðu hagfræðings greiningardeildar Economist fyrir fundinn. Um miðjan mánuðinn bættist svo við álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslensku efnahagslífi. Sjóðurinn kallaði eftir fastmótuðum reglum um fjárlagagerð sem hjálpað gætu stjórnvöldum að standast útgjaldaþrýsting á þenslutímum. Þá taldi sjóðurinn brýnt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði, sem hefði af „þarflausu grafið undan peningastefnu Seðlabankans, aukið ójafnvægi í hagkerfinu og ógnað fjármálastöðugleika“. Undir lok mánaðarins tókust svo á sjónarmið bankanna og stýrihóps félagsmálaráðherra sem skila átti tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn var og er enn pólitískt bitbein í hálsi hagkerfisins. Þá voru bankarnir í mánuðinum teknir að tipla á bremsuna í útlánum sínum, gerðu auknar kröfur og lækkuðu hámarkshlutfall lána. CCP kynnti svo methagnað sinn á fyrsta fjórðungi ársins. Tölvuleikjaframleiðandinn græddi 110 milljónir, meira en fyrirtæki á borð við Marel, Nýherja og Össur. Víðs vegar voru framkvæmdamenn á ferð. Til dæmis stefndi Vestur-Íslendingurinn Larry Finnson á dreifingu íslensks drykkjarvatns í Kanada undir lok mánaðarins undir merkjum Icelandic Glacial. Icelandic Glacial er að meirihluta í eigu feðganna Jóns Ólafssonar og Kristjáns Jónssonar. Eimskip keypti meirihluta í breska félaginu Innovate og var þar með komið í forystu í hitastýrðum flutningum í Evrópu. Viðræður Orkuveitunnar og Símans um sameinginu dreifikerfa voru sagðar á lokastigi. „Það er verið að hreinsa upp síðustu innansleikjurnar,“ sagði Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. „Mig hefði ekki órað fyrir því fyrir þremur árum að við værum svona aftarlega á merinni.“ Elvar Steinn Þorkelsson framkvæmdastjóri Microsoft Ísland um nýjar tölur um hugbúnaðarþjófnað hér, 31. maí. Júní Róber Wessman Actavis stóð í ströngu sem fyrr á árinu. Félagið barðist við Barr um yfirtöku á Pliva og laut í lægra haldi. Það var þó metið til staðfestu og styrks að Axctavis skyldi draga sig í hlé þegar verð fyrir félagið var komið upp fyrir það sem stjórnendur Actavis töldu verjandi. FL Group varð í júníbyrjun stærsti hluthafinn í Glitni, með 23 prósent, sem metin voru á um 60 milljarða króna. Cyntellect, bandarsík-íslenskt líftæknifyrirtæki, kynnti fyrirætlanir sínar um skráningu á markað hér á landi. Félagið ætlaði að byrja á iSEC hliðarmarkaðnum. Áætlanir þess gengu síðan ekki eftir og hætt var við skráningu. Samskip tóku í mánuðinum við tveimur nýjum skipum og kynntu stefnu sína til framtíðar. Félagið hafði vaxið hratt og var komið í kjörstöðu á svokölluðum skemmri siglingaleiðum í Evrópu og ætlaði að sameina alla starfsemi sína undir merkjum Samskipa, þar á meðal hið fornfræga félag Geest North Sea Line. Geest var í fararbroddi við þróun nýrra 45 feta gáma sem leika lykilhlutverk í framtíðarsýn félagsins, enda hægt að flytja þá hvort heldur sem er í bíl, lest eða skipi án þess að umstafla þurfi sendingunni. Greint var frá því í júní að von væri á viðskiptagúrúnum Michael E. Porter til landsins með haustinu þar sem hann kæmi til með að kynna nýja rannsókn á samkeppnishæfi landsins og halda fyrirlestur. Þá samdi Baugur Group við ellefu íslenska tónlistarmenn og kynnt var stofnun Hugverkasjóðs Íslands. Sjóðurinn kaupir höfundarrétt listamannanna og þeir smávinna hann svo til baka eftir því sem tekjur koma í sjóðinn af verkum þeirra. Slagur Actavis við Barr um króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA var í fullum gangi, en undir lok mánaðarins upplýsti stjórn króatíska félagsins að hún styddi boð Barr. „Þetta eru nýmæli á Íslandi, en útgefendur tónlistar hafa sinnt þessu í nágrannalöndunum. Almennt þýðir það að höfundum er veitt fjárhagslegt svigrúm með fyrirframgreiðslum á höfundarrétti á hagstæðum kjörum sem miðast að því að efla þá að allri dáð og gera þeim kleift að semja fleiri og betri lög.“ Jakob Frímann Magnússon, 21. júní. Júlí Viðskiptaráð kynnir krónuskýrslu. Umræðan um gjaldmiðilinn og framtíð hans hófst fyrir alvöru á árinu og leiddi Viðskiptaráðið skynsamlega umræðu um framtíðarskipan gengismála. Ljóst er að sú umræða verður áfram áberandi á næstu misserum og fylgismönnum krónunnar fer fækkandi. Í júlí taldi greiningardeild Kaupþings í efnahagsspá að niðursveifla væri byrjuð í efnahagslífinu og spáði raunvirðislækkun fasteigna um sjö til átta prósent næsta árið. FL Group keypti hlut Magnúsar Kristinssonar og tengdra aðila í Straumi-Burðarási og varð við það stærsti hluthafinn. Viðskiptaráð hafnaði í öllu hugmyndum sem heilbrigðisráðherra hafði hreyft við um að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins í viðleytni til að lækka hér lyfjaverð. Á meðan hélt áfram slagur Actavis við Barr um PLIVA. Davíð Oddson seðlabankastjóri sagði að í rétta átt stefndi í útlánum bnkanna. Hann hafði um vorið áréttað að enn sæust ekki nægileg merki þess að drægi saman í útlánum þeirra en taldi á vaxtaákvörðunardegi í byrjun mánaðarins að bankarnir stýrðu hegðan sinni fremur í takt við væntingar Seðlabankans en verið hefði. Sérfræðingar töldu líklegt að minni útlán skýrðust af hluta af því að endurfjármögnun íbúðalána væri að stórum hluta lokið. Um mánaðamótin var höftum sleppt af leigubílamarkaði og afnumdar reglur um hámarkstaxta, en mjög voru skiptar skoðanir um ágæti þeirrar aðgerðar. Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í mánuðinum. Þar á bæ sögðu menn lækkunina komna til af samkeppni. Straumur-Burðarás kom á óvart í afkomutölum og græddi 300 milljónir þegar spár höfðu gert ráð fyrir milljarðatapi. Viðskiptaráð gaf út skýrslu sína Krónan eða atvinnulífið í lok mánaðarins. Þar voru sagðir tveir raunhæfir kostir í framtíðarskipan gengismála. Annað hvort að halda krónunni og fljótandi gengi, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. „Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi,“ sagði Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann fór fyrir hópnum sem skrifaði skýrsluna. Ágúst Bjarni Ármannsson kynnir uppgjör Uppgjör bankanna í ágúst reyndust góð og uppgjör Glitnis fékk afar góðar viðtökur á erlendum mörkuðum. Uppgjörið markaði á eftir Mishkinskýrslunni tímamót þar sem jákvæðari tónn um bankanna var sleginn á ný. Tölur um gróða bankanna opnuðu ágústmánuð, en á öðrum árshluta höfðu þeir hagnarst um 31 milljarð króna. Fleiri voru að spila tölvuleikinn EVE Online en nemur fólksfjölda íslensku þjóðarinnar og CCP, framleiðendur leiksins, sögðust hugleiða skráningu félagsins á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn. Marel keypti danska félagið Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru sögð í takt við yfirlýsta stefnu um hraðan vöxt með uppkaupum fyrirtækja. Félagið var orðið leiðandi á sínum markaði. Eyrir Invest varð stærsti hluthafinn í Marel eftir kaup af Landsbankanum. Ungur íslendingur í Ameríku að nafni Kjartan Hilmarsson hafði verið að fikta við að búa til skyr úr amerískri mjólk í eldhúsinu heima hjá sér. Hann stefndi á tilraunaframleiðslu með það fyrir augum að koma framleiðslunni í stórum stíl á Bandaríkjamarkað. Áframhaldandi samdráttur var á fasteignamarkaði og voru sérfræðingar teknir að óttast stöðnun. Frá því mest lét hafði velta dregist saman um 45 prósent. Merki tóku að sjást um lækkandi íbúðaverð. Töldu sérfræðingar að tími mismunar eftir hverfum í höfuðborginni væri að renna upp. Mest myndi íbúðaverð lækka í úthverfum, en minnst í miðborginni. Viðskiptabankarnir þrír sögðust langt komnir með fjármögnun næsta árs og virtust hafa greiðan aðgang að lánsfjármagni. Endurfjármögnunarþörf Landsbankans fyrir næsta ár var sögð nema 2,6 milljörðum evra, Kaupþings um 4 milljörðum evra og Glitnir sagðist hafa lokið fjármögnun næsta árs með útgáfu skuldabréfa fyrir yfir 2,7 milljarða evra. Evruumræðan komst aftur á flug þegar viðraðar voru hugmyndir stórra fyrirtækja um að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt. Jafnframt þrýstu þau á um sameiningu Kauphallarinnar og OMX. „Við getum í sjálfu sér gefið út hlutabréf í hvaða einingu sem er. Það er svo sem ekkert vandamál. Vandamálin snúa hins vegar að því að gera upp.“ Einar S. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, 23. ágúst. September Exista á markað Skráning Exista á markað var stærsta nýskráning félags í Kauphöll Íslands. Félagið fékk góðar viðtökur og um leið var klippt á krossbönd Exista og Kaupþings. Exista er eftir sem áður kjölfestufjárfestir Kaupþings. Exista leitar að tækifærum í Bretlandi og á meginlandi Evrópu fyrir VÍS og Lýsingu og stefnir að því að setja Símann á markað í lok næsta árs. Skráning Exista á markað hér í mánuðinum var stærsta nýskráning félags í Kauphöllina en félagið var metið á allt að 233 milljarða króna. Með skráningunni voru slegnar tvær flugur í einu höggi, losað um krosseignarhald Kaupþings og Exista og búin til verðmæti fyrir eigendur. Í byrjun mánaðarins bauð danski fjárfestingasjóðurinn Garanti Invest viðskiptavinum sínum kost á að fjárfesta í sérstökum krónusjóði og veðja þar með á mjúka lendingu hagkerfisins hér og styrkingu krónunnar. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, sagðist ekki myndu ráðleggja aldraðri frænku að fjárfesta í slíkum sjóði. Hann sagðist eiga von á að krónan yrði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Í september var svo greint frá því að skipta ætti Dagsbrún upp í tvö félög á hluthafafundi. Bæði yrðu skráð í Kauphöll, fjarskipta- og upplýsingatæknifélagið Teymi og svo fjölmiðlafélagið 365. Þá var upplýst að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um kaup OMX kauphallarsamstæðunnar á Kauphöll Íslands. Fullur samruni verður kominn á um áramót, en með þessu var tekið afdrifaríkt skref fyrir fyrirtæki landsins þar sem allur aðgangur erlendra fjárfesta að þeim er miklu mun greiðari. Formlega var skrifað undir í lok október, en kaupverðið nam um þremur milljörðum króna. Talið var að hagkvæmt væri að stíga þetta skref strax áður en kynni að koma til enn frekari samruna kauphalla í Evrópu og Ameríku. Icelandic Group kynnti fyrirætlanir um að skipta félaginu upp í þrjár einingar þar sem Icelandic USA og Icelandic Europe yrðu félög skráð í erlendum kauphöllum. Icelandic Group er þegar skráð í Kauphöllina hér. „Allar sögur um það að Morgunblaðið, Síminn og Skjár einn eigi að verða ein fjölmiðlasamsteypa er algjörlega úr lasu lofti gripnar. Þær hugmyndir hafa aldrei verið ræddar.“ Lýður Guðmundsson starfandi stjórnarformaður Exista, 6. september. OktóberGengið var frá söluferli Icelandair Group þar sem FL Group innleysti 26 milljarða króna hagnað. FL og Glitnir gerðu með sér samkomulag um að bankinn sölutryggði 51 prósents hlutafjár í flugfélaginu í kjölfar áreiðanleikakönnunar. Glitnir var sagður með hóp fjárfesta til reiðu. Hannes Smárason sagði vel koma til greina að selja 49 prósentin sem eftir stæðu. Enda fór það svo að á hálfum mánuði gekk Glitnir frá sölu á 67 prósentum hlutafjár í félaginu þar sem tveir stærstu fjárfestahóparnir sem keyptu voru Langflug, sem eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar fer að stærstum hluta fyrir og Naus sem að mestu er í eigu Benedikts Sveinssonar. Fleiri voru til að skjóta á krónuna en forsvarsmenn stórfyrirtækja með starfsemi í útlöndum því þegar fræðimaðurinn Michael E. Porter kom hingað til að halda fyrirlestur sagði hann að kostnaðurinn við að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli væri meiri en næmi ávinningi. Hann sagði að til að þjóðin stæði sig í samkeppni þyrfti að koma til samstarf stjórnmála, fræða og atvinnulífs. Greint var frá ótrúlegum afkomubata Iceland keðjunnar, en tekist hafði að lækka skuldir hennar um 120 milljónir punda, eða um rúma 15 milljarða króna. Talið var að með þessum viðsnúningi hefði opnast leið til 30 milljarða fjárfestingar eða arðgreiðslu til hluthafa. Stærstu hluthafarnir, Fons í eigu Pálma Haraldssonar og Baugur Group gætu þannig fengið til baka sem næmi tíu milljörðum, en hlutur hvors um sig í keðjunni nemur 30 prósentum. Enn bættist svo við krónubréfaútgáfu þegar þýski þróunarsjóðurinn KfW bætti 9 milljörðum við fyrri fjárfestingu sína og var þar með kominn yfir markaðsvirði allra ríkisbréfaflokkanna í útgáfu sinni. Stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar fór fram í mánuðinum þegar Kaupþing greiddi hluthöfum sínum 20 milljarða í formi hlutafjár í Exista. Fjármagnstekjuskattur af arðgreiðslunni nemur því um tveimur milljörðum króna. „Hér eru aðstæður almennt góðar en örmyntin helst til trafala. Ég tel að atvinnulífið muni stíga enn frekari skref út úr krónunni og við það veikist miðlunarkerfi Seðlabankans enn frekar.“ Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels, á morgun- verðarfundi Viðskiptaráðs um stöðu krónunnar 3. október. NóvemberStóru tíðindi nóvembermánaðar voru þegar Björgólfur Thor Björgólfsson hagnaðist um 50 milljarða króna við söluna á tékkneskasímafélaginu CRa. Salan er sú langstærsta sem íslenskur fjárfestar hafa staðið að. Undir lok nóvember upplýstist að nokkrar deilur höfðu orðið í nefnd sem Ríkisendurskoðun kallaði saman til að fjalla um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Hluti nefndarmanna neitaði að skrifa undir álit þar sem áhættustýringin fékk grænt ljós nema að settur yrði inn fyrirvari um þær forsendur sem að baki lægju. Í kjölfarið voru uppi efasemdir um að forsendurnar stæðust. Miklar breytingar urðu jafnframt hjá Avion Group, en nafni félagsin var breytt í Hr. Eimskipafélaga Íslands. Þannig má segja að óskabarn þjóðarinnar hafi átt endurkomu í Kauphöll. Avion gerði þarna líka upp viðskiptamódel sem ekki gekk nógu vel upp og Eimskip komið í forgrunn með starfsemi sína, enda orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í hitastýrðum flutningum. Í mánuðinum var líka uppgjör við hjá Dagsbrún sem beygt hafði út af leið í kaupum sínum á Wyndeham Press í Bretlandi. Kynntur var til sögunnar nýr fjárfestingabanki að nafni Askar Capital. Milestone er þar kjölfestufjárfestir og forstjóri Tryggvi Þór Herbertsson sem þar með hverfur af sviði fræðimennskunnar, en hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans. Marel beið svo á hliðarlínunum og bíður þar enn í slag stærstu hluthafa fyrirtækjasamstæðunnar Stork í Hollandi við stjórn félagsins. Hluthafarnir sem eru amerískir fjárfestingasjóðir vilja skipta upp samstæðunni og selja hliðarstarfsemi frá kjarnastarfsemi, en stjórnin stendur á móti þessu. Marel á óbeint hlut í Stork en blandar sér ekki í slaginn. Félagið hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Stork Food Systems og bíður eftir tækifæri til að kaupa þann hluta Stork. DesemberSeðlabankinn skoðaði upptöku reglna um þagnartímabil áður en til vaxtaákvörðunar kemur vegna áskóknar erlendra greiningardeilda í fundi með bankanum skömmu fyrir vaxtaákvörðunardaga. Úr varð að settar voru reglur, en forsvarsmenn greiningardeilda hér töldu þetta litlu skipta fyrir sig. Í raun hafi verið í gildi nokkurs konar þagnartímabil hvort eð var. Formlega er nú þagnartímabil í tvær til þrjár vikur fyrir vaxtaákvörðun. Samkeppniseftirlitið skoðar bókamarkaðinn í kjölfar kaupa Pennans á verslunum úti á landi en ekki er vitað hvenær þeirri rannsókn lýkur. Glitnir var svo í mánuðinum fyrstur íslenskra banka til að opna útibú í Asíu, en hann er með útibú í Sjanghæ. Fjármálaeftirlitið kynnti nýja samninga við eftirlit annarra landa í mánuðinum. Væntanlega þrýsta umsvif Glitnis í Asíu á að tekið verðu upp samstarf við fjármálaeftirlitið í Kína. Enn kom innlegg í umræðu um evruna þegar Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, stakk upp á nýstárlegri leið í grein sem hann ritaði. Taldi hann að hér kynni að henta að taka upp peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill. Gangi þetta eftir yrði Ísland fyrsta landið í heimi til að feta þá slóð. Hann segir bara tímaspursmál hvenær tekið verði til fulls skrefið inn í peningalausa hagkerfið. Straumur-Burðarás sendi svo gárur um þjóðfélagið þegar bankinn ákvað að færa uppgjör sitt í evrum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði engum hafa dottið í hug að fjármálafyrirtæki færðu bókhald í evrum þótt lögfest hefði verði heimild til fyrirtækja um að gera það. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi fyrir jól. Þar með eru vextirnir 14,25 prósent, en sérfræðingar telja að þar með sé lokið hækkunarferli stýrivaxta og þeir taki jafnvel að lækka á fyrri hluta næsta árs. Nefnd um lagningu nýs sæstrengs mælir með því að farið verði sem fyrst í að leggja Farice 2. Áætlaður kostnaður nemur um þremur milljörðum króna. Á sama tíma og nefndin skilaði ríkisstjórn tillögum bilaði Cantat-3 sæstrengurinn, svona rétt eins og til að undirstrika nauðsyn þess að koma málum í gott horf. Annar sæstrengur er sagður forsenda þess að hugmyndir um Ísland sem fjármálamiðstöð geti orðið að veruleika. Á Þorláksmessu var svo slegið Íslandsmet í smásölu, sem væntanlega er viðeigandi á þessum þenslutímum þar sem viðskiptahalli hefur verið svo mikill að slegið hefur útlenda sérfræðinga út af laginu. Heyrst hefur frá kaupmönnum sem segjast vera með 40 til 60 prósenta söluaukingu í desember. Undir smásjánni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Mikil bjartsýni var ríkjandi í upphafi árs. Að baki var metár í viðskiptum þar sem úrvalsvísitalan hafði hækkað um 65 prósent, langt umfram væntingar. Bankar, fjárfestingarfélög og stór útrásarfyrirtæki höfðu rokið upp úr öllu valdi og náð áður óþekktum stærðum. Markaðsvirði viðskiptabankanna náði í janúar yfir þúsund milljörðum króna, slagaði hátt í hreinar eignir lífeyrissjóðanna. KB banki sló reyndar met strax á fyrsta degi viðskipta þegar markaðsvirði hans fór í fyrsta sinn yfir 500 milljarða króna. Ekki er því að undra mikinn áhuga fjárfesta á hlutafjárútboði Íslandsbanka í byrjun ársins þar sem selt var nýtt hlutafé fyrir 19 milljarða króna í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Bjarni Ármannsson forstjóri keypti fyrir 930 milljónir og Karl Wernersson fyrir þrjá milljarða. Breytingar höfðu jafnframt átt sér stað í eigendahópi bankans þegar Straumur seldi nálægt því fjórðungshlut í bankanum til nokkurra fjárfesta. Togstreita hafði verið í hluthafahópnum og óeining um stefnu. Þá var upplýst um að hjá Keri vildu menn fara í uppstokkun og erlendar fjárfestingar, en þar var Olíufélagið Esso sett í sölumeðferð. Mikill áhugi bæði innlendur og erlendur var sagður á fyrirtækinu, en salan fór þannig fram að valdir voru örfáir til að skila inn óskuldbindandi tilboðum áður en frekari samningaumleitanir færu fram. Undir lok mánaðarins hurfu svo Jarðboranir af markaði eftir að Atorka keypti fyrirtækið af Orkuveitu Reykjavíkur. Þá fékk Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki í fyrsta sinn mat hjá Fitch Ratings. Samtök iðnaðarins stóðu svo fyrir fundi í lok mánaðarins þar sem hátæknifyrirtæki og háskólastofnanir skoruðu á stjórnvöld að efla „þriðju stoðina“ í íslensku efnahagslífi, hátækniiðnað og nýsköpunarstarf. „Við blasir aukin samkeppni við aðrar kauphallir, bæði vegna breytinga á umhverfi fjármálamarkaða og eflingar skráðra félaga. Stærstu félögin geta auðveldlega skráð sig á aðra markaði.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, 4. janúar. Febrúar Febrúar - FL Group, Icelandair, Hannes Smárason, Jón Karl ÓLafsson Mánuðurinn byrjaði á neikvæðum skrifum erlendra greiningardeilda um stöðu bankanna. Bankarnir sögðu gagnrýnina á misskilningi byggða og bjuggust til að bæta upplýsingagjöf til erlendra fjárfesta með von um skjóta úrlausn. Nánar er fjallað um bankaóróann í sérstökum kafla hér til hliðar. Í febrúarbyrjun var upplýst um beiðni alþjóðlegu byggingarvörukeðjunnar til Reykjavíkurborgar um að fá að byggja í landi Úlfarsfells stærstu byggingarvöruverslun landsins. Fyrirtækið sagðist áður hafa verið búið að fá vilyrði fyrir lóðum bæði í Kópavogi og í Garðabæ, en þær fyrirætlanir ekki gengið eftir. Hluthafar og stjórnendur Bílanausts ásamt fjárfestum keyptu Olíufélagið Esso af Keri á 17 til 18 milljarða króna. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts og nýs eignarhaldsfélags Olíufélagsins, taldi töluverða möguleika á auknu samstarfi og hagræðingu. Í byrjun mánaðarins gaf Kaupþing banki svo út svokölluð „sérvarin skuldabréf“ til að fjármagna húsnæðislán sín. Bankinn fékk toppeinkunn, AAA hjá Moody‘s, á bréfin, en það er sama einkunn og ríkið og í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki fékk slíka einkunn án ríkisábyrgðar. Icelandair Group upplýsti um fyrirætlanir um skráningu félagsins á markað á en fyrir áramótin höfðu verið gerðar stórfelldar skipulagsbreytingar á flugfélaginu sem skildi það enn frekar frá móðurfélaginu FL Group. Nánari útfærsla á útboði og söluferli átti að liggja fyrir með vorinu. Skýrr, dótturfélag Kögunar, skrifaði undir samning um kaup á tæplega 60 prósenta hlut í EJS. Um svipað leyti var upplýst að Síminn hefði keypt 27 prósent í Kögun af FL Group og Straumi-Burðarási á rúma þjá milljarða króna. Hagfræðistofnun kynnti í febrúar skýrslu um gengismál en í henni var niðurstaðan sú að þótt ýmislegt mælti með því að taka hér upp evru, svo sem efling samkeppnisatvinnuvega, aukin alþjóðaviðskipti og lægri vextir, þá vægi þyngra að hafa hér sjálfstæða peningamálastjórn sem væri litlu hagkerfi ein og okkar þar sem sveiflur væru miklar mikilvægt. Á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs var horft til framtíðar þar sem þjóðin yrði tvítyngd og Ísland það samkeppnishæfasta í heimi. „Alveg klárt er að um bankana gildir ekki að illt umtal sé betra en ekkert.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, 8. febrúar. Mars Straumur-Burðarás, Þórður Már Jóhannesson, Magnús Kristinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson Víðar reyndist titringur en í umræðu um fjármála- og efnahagslíf eins og opinberaðist í marsbyrjun þegar gáraðist áður lygnt yfirborðið hjá Straumi-Burðarási. Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, var óvænt felldur úr embætti á fysta fundi stjórnar bankans þar sem hún skipti með sér verkum. Almennur rómur var í þá átt að Björgólfur Thor Björgólfsson formaður hefði þarna stigið feilspor sem ekki sæi fyrir endann á þegar stórum hluthafa var ýtt til hliðar. Ellefta mars kynnti Íslandsbanki útlits og nafnbreytingu hjá sér. Bankinn heitir nú Glitnir. Upplýst var um það í marsbyrjun að í byrjun ársins hafi verið slegið met í kaupum íslenskra fjárfesta á erlendum verðbréfum. Undir þessa þróun sögðu sérfræðingar að ýtt hefði sterk króna og hátt verð verðbréfa heimafyrir. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, sagði þessa þróun verðbréfakaupa góða. „Æskilegt er að menn dreifi áhættunni og gott fyrir svona skuldsetta þjóð að menn eigi eignir erlendis sem skili okkur tekjum í framtíðinni,“ sagði hún. Staðan í efnahagsmálum hélt áfram að valda mönnum áhyggjum. Hagstofan birti tölur um að hagvöxtur á árinu 2005 hefði verið 5,5 prósent. Í september voru svo reyndar birtar endurskoðaðar tölur sem sýndu hagvöxt upp á 7,5 prósenta hagvöxt. Ríkisstjórnin kynnt aðgerðir til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum, en gera átti lífeyrissjóðum auðveldara að fjárfesta í þeim og bakslag kom í bankaumræðuna í byrjun mánaðarins þegar Merrill-Lynch gaf út skýrslu sína. Á seinni hluta marsmánaðar kom Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings með innlegg í umræðu um stöðu krónunnar þegar hann sagði hana í raun ekki henta bankanum. Verulega athygli vakti þegar hann sagði að huga þyrfti að því hvort bankinn yrði í framtíðinni íslenskur eða evrópskur. Umræða um krónuna var lífleg í mars, enda stóð hún höllum fæti í hafsjó erfiðrar umræðu um íslenskt efnahagslíf. 21. mars kom út „svarta skýrslan um Ísland“ hjá Danske bank. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar sagði svo í mars að ekki væri hægt að útiloka sameiningu við OMX kauphallarsamstæðuna, en eins og staðan væri þætti óbreyttur rekstur hagstæðari. Hjá Kögun var allt útlit fyrir að Síminn myndi kaupa fyrirtækið að fullu. Stjórnendur og aðrir stórir hluthafar virtust reiðubúnir að selja bréf sín stærstu hluthöfum, Exista og Símanum. Annað tengt Símanum í marslok var að greint var frá því að fyrirtækið ætti í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um möguleg kaup Orkuveitunnar á grunnneti Símans. Í lok mánaðarins kom í ljós að Skoðun dótturfélag Dagsbrúnar hafði keypt 51 prósent bréfa Kögunar, sem áður stefndi í að stærstu hluthafarnir, Síminn og Exista keyptu. Verðið var tæpir 7,4 milljarðar króna, en seljendur voru fjölmargir starfsmenn Kögunar, Straumur-Burðarás og Teton ehf., félag í eigu forstjórans Gunnlaugs M. Sigmundssonar, Arnar Karlssonar, stjórnarformanns Kögunar og Vilhjálms Þorsteinssonar. Í kjölfarið lagði Skoðun fram yfirtökutilboð og keypti hlut Símans og Exista. „Staðreyndin er að alltaf verður erfitt að reka íslensku krónuna í alþjóðlegu fjármálaumróti. Íslenska krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi á frjálsum markaði. Framhjá því komumst við ekki og þess vegna er hún mjög viðkvæm fyrir hvers konar hreyfingum á markaði. Við höfum enda séð það nú að vont umtal erlendis, byggt á vanþekkingu, getur orðið til þess að setja ákveðna skriðu af stað.“ Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, 27. mars. Apríl Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske Bank Greiningardeild Danske Bank fór fremst í flokki hinna neikvæðu með dómadagspár um fjármálastöðugleika og efnahagsútlit Nokkur titringur einkenndi fjármálamarkað í byrjun apríl. Hlutabréf í erlendum fyritækjum að stórum hluta í eigu Íslendinga höfðu fallið í verði vegna ótta um að íslenskir eigendur þeirra hefðu ekki burði til að taka þau yfir. Best kom þetta fram í bresku Kauphöllinni þar sem merkja mátti töluverða lækkun á bréfum easyJet og Woolworths. Danske Bank spáði söluskriðu. Ekki gengu eftir spár um stórfelldan flótta íslenskra fjárfesta úr erlendum fjárfestingum, en FL Group innleysti engu að síður í byrjun mánaðarins hagnað upp á 13 milljarða króna þegar félagið seldi hlut sinn í easyJet. Fyrstu kaup FL Group í flugfélaginu höfðu átt sér stað í október 2004. Þá var í byrjun mánaðarins upplýst að fótur var fyrir þrálátum orðrómi um atlögu Norska olíusjóðsins að bréfum í íslensku bönkunum. Sjóðurinn, sem er lífeyrissjóður noska ríkisins, hafði tekið svokallaða skortstöðu fyrir áramótin gegn skuldabréfum bæði Kaupþings og Landsbankans. Skortstaða heitir þegar fjárfestir selur skuldabréf og kaupir aftur þegar verð þeirra hefur lækkað. Í Danmörku réði Dagsbrún Sven Dam í starf forstjóra og varastjórnarmanns 365 Media Scandinavia A/S, undirbúningur Nyhedsavisen var í fullum gangi. Össur þurfti einnig í byrjun mánaðarins að innkalla um þrjú þúsund gervihné vegna framleiðslugalla. Ekki var takið að þetta hefði áhrif á framtíðarhorfur fyrirtækisins sem þóttu og þykja enn góðar. Marel keypti fyrirtækið AEW Thurne og Delfod Sortaweigh í Bretlandi og sameinaði undir hatti AEW Delford Systems. Hjá Marel sögðu menn þetta fyrsta skrefið af mörgum í leið þeirra í að stækka og efla fyrirtækið, boðuðu frekari fyrirtækjakaup og hlutafjáraukningu síðar á árinu til að halda sterkri eiginfjárstöðu á vaxtarskeiði. Áhrifin af undanstungu Dagsbrúnar þegar Kögun var keypt voru svo enn að koma í ljós í aprílbyrjun, en þá lét Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr af störfum. Hann hafði þá stýrt félaginu síðan á haustdögum 1997. Hreinn tók afstöðu með Símanum í slagnum og var ósáttur við aðkomu Dagsbrúnar, móðurfélags Og Vodafone. Þá kom stjórn Straums-Burðaráss saman til fundar 26. apríl í fyrsta sinn í sjö vikur. „Vonandi verða ekki mótmæli á flugvellinum þegar við mætum.“ Lars Christensen, sérfræðingur Danske Bank, 12. apríl. Maí Frederic Mishkin, hagfræðiprófessor og síðar einn af bankastjórum bandaríska sðalabankans ásamt. Geir H Haarde, forsætisráðherra. Skýrsla Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar var vendipunktur í erfiðri umræðu um íslenskt fjármálakerfi. Í maí varð viðsnúningur í umræðu um íslenskt efnahagslíf og stöðu bankanna þegar hagfræðingarnir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson birtu skýrslu sína. Útskriftarnemar á Bifröst kynntu einnig ritgerð þar sem bornir voru saman íslenskir og útlenskur bankar. Nemarnir voru bit á vinnubrögðum erlendra greiningardeilda. Þá var í undirbúningi ráðstefna Economist hér á landi og kvað við nokkuð hófstilltan tón í umræðu hagfræðings greiningardeildar Economist fyrir fundinn. Um miðjan mánuðinn bættist svo við álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslensku efnahagslífi. Sjóðurinn kallaði eftir fastmótuðum reglum um fjárlagagerð sem hjálpað gætu stjórnvöldum að standast útgjaldaþrýsting á þenslutímum. Þá taldi sjóðurinn brýnt að gera breytingar á Íbúðalánasjóði, sem hefði af „þarflausu grafið undan peningastefnu Seðlabankans, aukið ójafnvægi í hagkerfinu og ógnað fjármálastöðugleika“. Undir lok mánaðarins tókust svo á sjónarmið bankanna og stýrihóps félagsmálaráðherra sem skila átti tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn var og er enn pólitískt bitbein í hálsi hagkerfisins. Þá voru bankarnir í mánuðinum teknir að tipla á bremsuna í útlánum sínum, gerðu auknar kröfur og lækkuðu hámarkshlutfall lána. CCP kynnti svo methagnað sinn á fyrsta fjórðungi ársins. Tölvuleikjaframleiðandinn græddi 110 milljónir, meira en fyrirtæki á borð við Marel, Nýherja og Össur. Víðs vegar voru framkvæmdamenn á ferð. Til dæmis stefndi Vestur-Íslendingurinn Larry Finnson á dreifingu íslensks drykkjarvatns í Kanada undir lok mánaðarins undir merkjum Icelandic Glacial. Icelandic Glacial er að meirihluta í eigu feðganna Jóns Ólafssonar og Kristjáns Jónssonar. Eimskip keypti meirihluta í breska félaginu Innovate og var þar með komið í forystu í hitastýrðum flutningum í Evrópu. Viðræður Orkuveitunnar og Símans um sameinginu dreifikerfa voru sagðar á lokastigi. „Það er verið að hreinsa upp síðustu innansleikjurnar,“ sagði Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. „Mig hefði ekki órað fyrir því fyrir þremur árum að við værum svona aftarlega á merinni.“ Elvar Steinn Þorkelsson framkvæmdastjóri Microsoft Ísland um nýjar tölur um hugbúnaðarþjófnað hér, 31. maí. Júní Róber Wessman Actavis stóð í ströngu sem fyrr á árinu. Félagið barðist við Barr um yfirtöku á Pliva og laut í lægra haldi. Það var þó metið til staðfestu og styrks að Axctavis skyldi draga sig í hlé þegar verð fyrir félagið var komið upp fyrir það sem stjórnendur Actavis töldu verjandi. FL Group varð í júníbyrjun stærsti hluthafinn í Glitni, með 23 prósent, sem metin voru á um 60 milljarða króna. Cyntellect, bandarsík-íslenskt líftæknifyrirtæki, kynnti fyrirætlanir sínar um skráningu á markað hér á landi. Félagið ætlaði að byrja á iSEC hliðarmarkaðnum. Áætlanir þess gengu síðan ekki eftir og hætt var við skráningu. Samskip tóku í mánuðinum við tveimur nýjum skipum og kynntu stefnu sína til framtíðar. Félagið hafði vaxið hratt og var komið í kjörstöðu á svokölluðum skemmri siglingaleiðum í Evrópu og ætlaði að sameina alla starfsemi sína undir merkjum Samskipa, þar á meðal hið fornfræga félag Geest North Sea Line. Geest var í fararbroddi við þróun nýrra 45 feta gáma sem leika lykilhlutverk í framtíðarsýn félagsins, enda hægt að flytja þá hvort heldur sem er í bíl, lest eða skipi án þess að umstafla þurfi sendingunni. Greint var frá því í júní að von væri á viðskiptagúrúnum Michael E. Porter til landsins með haustinu þar sem hann kæmi til með að kynna nýja rannsókn á samkeppnishæfi landsins og halda fyrirlestur. Þá samdi Baugur Group við ellefu íslenska tónlistarmenn og kynnt var stofnun Hugverkasjóðs Íslands. Sjóðurinn kaupir höfundarrétt listamannanna og þeir smávinna hann svo til baka eftir því sem tekjur koma í sjóðinn af verkum þeirra. Slagur Actavis við Barr um króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA var í fullum gangi, en undir lok mánaðarins upplýsti stjórn króatíska félagsins að hún styddi boð Barr. „Þetta eru nýmæli á Íslandi, en útgefendur tónlistar hafa sinnt þessu í nágrannalöndunum. Almennt þýðir það að höfundum er veitt fjárhagslegt svigrúm með fyrirframgreiðslum á höfundarrétti á hagstæðum kjörum sem miðast að því að efla þá að allri dáð og gera þeim kleift að semja fleiri og betri lög.“ Jakob Frímann Magnússon, 21. júní. Júlí Viðskiptaráð kynnir krónuskýrslu. Umræðan um gjaldmiðilinn og framtíð hans hófst fyrir alvöru á árinu og leiddi Viðskiptaráðið skynsamlega umræðu um framtíðarskipan gengismála. Ljóst er að sú umræða verður áfram áberandi á næstu misserum og fylgismönnum krónunnar fer fækkandi. Í júlí taldi greiningardeild Kaupþings í efnahagsspá að niðursveifla væri byrjuð í efnahagslífinu og spáði raunvirðislækkun fasteigna um sjö til átta prósent næsta árið. FL Group keypti hlut Magnúsar Kristinssonar og tengdra aðila í Straumi-Burðarási og varð við það stærsti hluthafinn. Viðskiptaráð hafnaði í öllu hugmyndum sem heilbrigðisráðherra hafði hreyft við um að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins í viðleytni til að lækka hér lyfjaverð. Á meðan hélt áfram slagur Actavis við Barr um PLIVA. Davíð Oddson seðlabankastjóri sagði að í rétta átt stefndi í útlánum bnkanna. Hann hafði um vorið áréttað að enn sæust ekki nægileg merki þess að drægi saman í útlánum þeirra en taldi á vaxtaákvörðunardegi í byrjun mánaðarins að bankarnir stýrðu hegðan sinni fremur í takt við væntingar Seðlabankans en verið hefði. Sérfræðingar töldu líklegt að minni útlán skýrðust af hluta af því að endurfjármögnun íbúðalána væri að stórum hluta lokið. Um mánaðamótin var höftum sleppt af leigubílamarkaði og afnumdar reglur um hámarkstaxta, en mjög voru skiptar skoðanir um ágæti þeirrar aðgerðar. Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfismat Íbúðalánasjóðs í mánuðinum. Þar á bæ sögðu menn lækkunina komna til af samkeppni. Straumur-Burðarás kom á óvart í afkomutölum og græddi 300 milljónir þegar spár höfðu gert ráð fyrir milljarðatapi. Viðskiptaráð gaf út skýrslu sína Krónan eða atvinnulífið í lok mánaðarins. Þar voru sagðir tveir raunhæfir kostir í framtíðarskipan gengismála. Annað hvort að halda krónunni og fljótandi gengi, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. „Til þess að Íslendingar geti átt raunhæft val milli þessara tveggja kosta þarf skipan og stjórn efnahagsmála að vera með þeim hætti að hún sé til þess fallin að stuðla hér að jafnvægi,“ sagði Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en hann fór fyrir hópnum sem skrifaði skýrsluna. Ágúst Bjarni Ármannsson kynnir uppgjör Uppgjör bankanna í ágúst reyndust góð og uppgjör Glitnis fékk afar góðar viðtökur á erlendum mörkuðum. Uppgjörið markaði á eftir Mishkinskýrslunni tímamót þar sem jákvæðari tónn um bankanna var sleginn á ný. Tölur um gróða bankanna opnuðu ágústmánuð, en á öðrum árshluta höfðu þeir hagnarst um 31 milljarð króna. Fleiri voru að spila tölvuleikinn EVE Online en nemur fólksfjölda íslensku þjóðarinnar og CCP, framleiðendur leiksins, sögðust hugleiða skráningu félagsins á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn. Marel keypti danska félagið Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru sögð í takt við yfirlýsta stefnu um hraðan vöxt með uppkaupum fyrirtækja. Félagið var orðið leiðandi á sínum markaði. Eyrir Invest varð stærsti hluthafinn í Marel eftir kaup af Landsbankanum. Ungur íslendingur í Ameríku að nafni Kjartan Hilmarsson hafði verið að fikta við að búa til skyr úr amerískri mjólk í eldhúsinu heima hjá sér. Hann stefndi á tilraunaframleiðslu með það fyrir augum að koma framleiðslunni í stórum stíl á Bandaríkjamarkað. Áframhaldandi samdráttur var á fasteignamarkaði og voru sérfræðingar teknir að óttast stöðnun. Frá því mest lét hafði velta dregist saman um 45 prósent. Merki tóku að sjást um lækkandi íbúðaverð. Töldu sérfræðingar að tími mismunar eftir hverfum í höfuðborginni væri að renna upp. Mest myndi íbúðaverð lækka í úthverfum, en minnst í miðborginni. Viðskiptabankarnir þrír sögðust langt komnir með fjármögnun næsta árs og virtust hafa greiðan aðgang að lánsfjármagni. Endurfjármögnunarþörf Landsbankans fyrir næsta ár var sögð nema 2,6 milljörðum evra, Kaupþings um 4 milljörðum evra og Glitnir sagðist hafa lokið fjármögnun næsta árs með útgáfu skuldabréfa fyrir yfir 2,7 milljarða evra. Evruumræðan komst aftur á flug þegar viðraðar voru hugmyndir stórra fyrirtækja um að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt. Jafnframt þrýstu þau á um sameiningu Kauphallarinnar og OMX. „Við getum í sjálfu sér gefið út hlutabréf í hvaða einingu sem er. Það er svo sem ekkert vandamál. Vandamálin snúa hins vegar að því að gera upp.“ Einar S. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, 23. ágúst. September Exista á markað Skráning Exista á markað var stærsta nýskráning félags í Kauphöll Íslands. Félagið fékk góðar viðtökur og um leið var klippt á krossbönd Exista og Kaupþings. Exista er eftir sem áður kjölfestufjárfestir Kaupþings. Exista leitar að tækifærum í Bretlandi og á meginlandi Evrópu fyrir VÍS og Lýsingu og stefnir að því að setja Símann á markað í lok næsta árs. Skráning Exista á markað hér í mánuðinum var stærsta nýskráning félags í Kauphöllina en félagið var metið á allt að 233 milljarða króna. Með skráningunni voru slegnar tvær flugur í einu höggi, losað um krosseignarhald Kaupþings og Exista og búin til verðmæti fyrir eigendur. Í byrjun mánaðarins bauð danski fjárfestingasjóðurinn Garanti Invest viðskiptavinum sínum kost á að fjárfesta í sérstökum krónusjóði og veðja þar með á mjúka lendingu hagkerfisins hér og styrkingu krónunnar. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, sagðist ekki myndu ráðleggja aldraðri frænku að fjárfesta í slíkum sjóði. Hann sagðist eiga von á að krónan yrði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Í september var svo greint frá því að skipta ætti Dagsbrún upp í tvö félög á hluthafafundi. Bæði yrðu skráð í Kauphöll, fjarskipta- og upplýsingatæknifélagið Teymi og svo fjölmiðlafélagið 365. Þá var upplýst að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um kaup OMX kauphallarsamstæðunnar á Kauphöll Íslands. Fullur samruni verður kominn á um áramót, en með þessu var tekið afdrifaríkt skref fyrir fyrirtæki landsins þar sem allur aðgangur erlendra fjárfesta að þeim er miklu mun greiðari. Formlega var skrifað undir í lok október, en kaupverðið nam um þremur milljörðum króna. Talið var að hagkvæmt væri að stíga þetta skref strax áður en kynni að koma til enn frekari samruna kauphalla í Evrópu og Ameríku. Icelandic Group kynnti fyrirætlanir um að skipta félaginu upp í þrjár einingar þar sem Icelandic USA og Icelandic Europe yrðu félög skráð í erlendum kauphöllum. Icelandic Group er þegar skráð í Kauphöllina hér. „Allar sögur um það að Morgunblaðið, Síminn og Skjár einn eigi að verða ein fjölmiðlasamsteypa er algjörlega úr lasu lofti gripnar. Þær hugmyndir hafa aldrei verið ræddar.“ Lýður Guðmundsson starfandi stjórnarformaður Exista, 6. september. OktóberGengið var frá söluferli Icelandair Group þar sem FL Group innleysti 26 milljarða króna hagnað. FL og Glitnir gerðu með sér samkomulag um að bankinn sölutryggði 51 prósents hlutafjár í flugfélaginu í kjölfar áreiðanleikakönnunar. Glitnir var sagður með hóp fjárfesta til reiðu. Hannes Smárason sagði vel koma til greina að selja 49 prósentin sem eftir stæðu. Enda fór það svo að á hálfum mánuði gekk Glitnir frá sölu á 67 prósentum hlutafjár í félaginu þar sem tveir stærstu fjárfestahóparnir sem keyptu voru Langflug, sem eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar fer að stærstum hluta fyrir og Naus sem að mestu er í eigu Benedikts Sveinssonar. Fleiri voru til að skjóta á krónuna en forsvarsmenn stórfyrirtækja með starfsemi í útlöndum því þegar fræðimaðurinn Michael E. Porter kom hingað til að halda fyrirlestur sagði hann að kostnaðurinn við að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli væri meiri en næmi ávinningi. Hann sagði að til að þjóðin stæði sig í samkeppni þyrfti að koma til samstarf stjórnmála, fræða og atvinnulífs. Greint var frá ótrúlegum afkomubata Iceland keðjunnar, en tekist hafði að lækka skuldir hennar um 120 milljónir punda, eða um rúma 15 milljarða króna. Talið var að með þessum viðsnúningi hefði opnast leið til 30 milljarða fjárfestingar eða arðgreiðslu til hluthafa. Stærstu hluthafarnir, Fons í eigu Pálma Haraldssonar og Baugur Group gætu þannig fengið til baka sem næmi tíu milljörðum, en hlutur hvors um sig í keðjunni nemur 30 prósentum. Enn bættist svo við krónubréfaútgáfu þegar þýski þróunarsjóðurinn KfW bætti 9 milljörðum við fyrri fjárfestingu sína og var þar með kominn yfir markaðsvirði allra ríkisbréfaflokkanna í útgáfu sinni. Stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar fór fram í mánuðinum þegar Kaupþing greiddi hluthöfum sínum 20 milljarða í formi hlutafjár í Exista. Fjármagnstekjuskattur af arðgreiðslunni nemur því um tveimur milljörðum króna. „Hér eru aðstæður almennt góðar en örmyntin helst til trafala. Ég tel að atvinnulífið muni stíga enn frekari skref út úr krónunni og við það veikist miðlunarkerfi Seðlabankans enn frekar.“ Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels, á morgun- verðarfundi Viðskiptaráðs um stöðu krónunnar 3. október. NóvemberStóru tíðindi nóvembermánaðar voru þegar Björgólfur Thor Björgólfsson hagnaðist um 50 milljarða króna við söluna á tékkneskasímafélaginu CRa. Salan er sú langstærsta sem íslenskur fjárfestar hafa staðið að. Undir lok nóvember upplýstist að nokkrar deilur höfðu orðið í nefnd sem Ríkisendurskoðun kallaði saman til að fjalla um áhættustýringu Íbúðalánasjóðs. Hluti nefndarmanna neitaði að skrifa undir álit þar sem áhættustýringin fékk grænt ljós nema að settur yrði inn fyrirvari um þær forsendur sem að baki lægju. Í kjölfarið voru uppi efasemdir um að forsendurnar stæðust. Miklar breytingar urðu jafnframt hjá Avion Group, en nafni félagsin var breytt í Hr. Eimskipafélaga Íslands. Þannig má segja að óskabarn þjóðarinnar hafi átt endurkomu í Kauphöll. Avion gerði þarna líka upp viðskiptamódel sem ekki gekk nógu vel upp og Eimskip komið í forgrunn með starfsemi sína, enda orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í hitastýrðum flutningum. Í mánuðinum var líka uppgjör við hjá Dagsbrún sem beygt hafði út af leið í kaupum sínum á Wyndeham Press í Bretlandi. Kynntur var til sögunnar nýr fjárfestingabanki að nafni Askar Capital. Milestone er þar kjölfestufjárfestir og forstjóri Tryggvi Þór Herbertsson sem þar með hverfur af sviði fræðimennskunnar, en hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans. Marel beið svo á hliðarlínunum og bíður þar enn í slag stærstu hluthafa fyrirtækjasamstæðunnar Stork í Hollandi við stjórn félagsins. Hluthafarnir sem eru amerískir fjárfestingasjóðir vilja skipta upp samstæðunni og selja hliðarstarfsemi frá kjarnastarfsemi, en stjórnin stendur á móti þessu. Marel á óbeint hlut í Stork en blandar sér ekki í slaginn. Félagið hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Stork Food Systems og bíður eftir tækifæri til að kaupa þann hluta Stork. DesemberSeðlabankinn skoðaði upptöku reglna um þagnartímabil áður en til vaxtaákvörðunar kemur vegna áskóknar erlendra greiningardeilda í fundi með bankanum skömmu fyrir vaxtaákvörðunardaga. Úr varð að settar voru reglur, en forsvarsmenn greiningardeilda hér töldu þetta litlu skipta fyrir sig. Í raun hafi verið í gildi nokkurs konar þagnartímabil hvort eð var. Formlega er nú þagnartímabil í tvær til þrjár vikur fyrir vaxtaákvörðun. Samkeppniseftirlitið skoðar bókamarkaðinn í kjölfar kaupa Pennans á verslunum úti á landi en ekki er vitað hvenær þeirri rannsókn lýkur. Glitnir var svo í mánuðinum fyrstur íslenskra banka til að opna útibú í Asíu, en hann er með útibú í Sjanghæ. Fjármálaeftirlitið kynnti nýja samninga við eftirlit annarra landa í mánuðinum. Væntanlega þrýsta umsvif Glitnis í Asíu á að tekið verðu upp samstarf við fjármálaeftirlitið í Kína. Enn kom innlegg í umræðu um evruna þegar Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, stakk upp á nýstárlegri leið í grein sem hann ritaði. Taldi hann að hér kynni að henta að taka upp peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill. Gangi þetta eftir yrði Ísland fyrsta landið í heimi til að feta þá slóð. Hann segir bara tímaspursmál hvenær tekið verði til fulls skrefið inn í peningalausa hagkerfið. Straumur-Burðarás sendi svo gárur um þjóðfélagið þegar bankinn ákvað að færa uppgjör sitt í evrum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði engum hafa dottið í hug að fjármálafyrirtæki færðu bókhald í evrum þótt lögfest hefði verði heimild til fyrirtækja um að gera það. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi fyrir jól. Þar með eru vextirnir 14,25 prósent, en sérfræðingar telja að þar með sé lokið hækkunarferli stýrivaxta og þeir taki jafnvel að lækka á fyrri hluta næsta árs. Nefnd um lagningu nýs sæstrengs mælir með því að farið verði sem fyrst í að leggja Farice 2. Áætlaður kostnaður nemur um þremur milljörðum króna. Á sama tíma og nefndin skilaði ríkisstjórn tillögum bilaði Cantat-3 sæstrengurinn, svona rétt eins og til að undirstrika nauðsyn þess að koma málum í gott horf. Annar sæstrengur er sagður forsenda þess að hugmyndir um Ísland sem fjármálamiðstöð geti orðið að veruleika. Á Þorláksmessu var svo slegið Íslandsmet í smásölu, sem væntanlega er viðeigandi á þessum þenslutímum þar sem viðskiptahalli hefur verið svo mikill að slegið hefur útlenda sérfræðinga út af laginu. Heyrst hefur frá kaupmönnum sem segjast vera með 40 til 60 prósenta söluaukingu í desember.
Undir smásjánni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira