Sogdæla fjármunanna 28. desember 2006 06:00 Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun