Viðskipti innlent

365 og Baugur stofna nýtt fyrirtæki í Danmörku

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrun Media K/S.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrun Media K/S.

365 hf. og Baugur Group hafa stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á danska dagblaðið Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta eða 51 prósent í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson, fyrrum forstjóri Dagsbrúnar, er forstjóri fyrirtækisins sem mun meðal annars skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum.

Að sögn danska viðskiptablaðsins Börsen er fjármálastjóri fyrirtækisins Lars Lindstrøm en hann var áður hjá bönkunum N M Rothschild & Sons and Deutsche Bank.

Hlutafé Dagsbrun Media nemur 406 milljónum danskra króna eða rúmum 5,1 milljörðum íslenskra króna sem mun duga til reksturs og fjárfestinga í Danmörku til næstu þriggja ára, að sögn Börsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×