Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Evrópu

Í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar hækkunar á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í gær, sem hefur ekki verið hærri í sex ár. Gengi bréfa í ítalska bifreiðaframleiðandanum Fiat hækkaði um 2 prósent eftir að greint var frá góðri afkomu fyrirtækisins á árinu. Þá hækkaði gengi finnska farsímaframleiðandans Nokia um 1,5 prósent.

FTSE Eurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent í morgun og fór í 1.391,3 stig, sem er næsthæsta gildi hennar frá því í júlí árið 2001.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,57 prósent í gær og endaði í 11.342,89 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×