Innlent

Enn langt í framkvæmdir við Sundabraut

Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri MYND/Júlía

Vegamálastjóri segir ekki hægt að hefja lagningu Sundabrautar fyrr en hönnun hennar er lokið. Hönnunin getur tekið eitt og hálft ár en ekki verður hafist handa við hana fyrr en ákvörðun liggur fyrir um hvar Sundabrautin á að liggja.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði á dögunum að vegna seinagangs R-listans fyrrverandi væri í raun búið að fresta lagningu Sundabrautar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, vísaði þessu á bug og sagði framkvæmdina í samráðsferli. Aðspurður hvar málið standi hvað varðar aðkomu Vegagerðarinnar að framkvæmdinni segir Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, líkt og oddviti Samfylkingar, að málið sé í samráðsferli, m.a. með íbúum þeirra hverfa sem málið snertir og Faxaflóahöfnum

Oddviti sjálfstæðismanna fullyrti einnig á dögunum að framkvæmdir við Sundabraut gætu ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008. Vegamálstjóri kveðst ekki geta sagt af eða á með það, en það sé þó ljóst að töluverður tími líði frá því ákvörðun liggi fyrir um hvað leið verði farin þar til hönnun hennar er tilbúin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×