Sport

Íhugar að fjárfesta í liði Shelbourne

Saddam Hussein er líklega frægasti skjólstæðingur lögmannsins Giovanni di Stefano - sem íhugar að skella sér í fótboltann.
Saddam Hussein er líklega frægasti skjólstæðingur lögmannsins Giovanni di Stefano - sem íhugar að skella sér í fótboltann.

Lögmaðurinn heimsþekkti Giovanni di Stefano, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera verjandi þeirra Saddam Hussein og Slobodan Milosevic, hefur hug á að fjárfesta í írska knattspyrnuliðinu Shelbourne. Di Stefano mun hyggst nýta sér viðskiptasambönd sín til að verða sér út um sterka leikmenn frá Ítalíu og Englandi - og setur stefnuna á meistaradeildina.

"Shelbourne er félag sem getur komist í meistaradeildina á hverju ári og skilað góðum hagnaði. Það er ekki eins og þurfi fleiri milljónir evra til að hressa upp á leikmannamálin," sagði Di Stefano. Forráðamenn írska félagsins hafa þó dregið nokkuð úr þessum fréttum og benda á að viðræður séu enn á frumstigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×