Sport

Mellor tryggði Wigan sigur í blálokin

Fyrsti dagur Neil Mellor í treyju Wigan og átti draumabyrjun með sigurmarkinu á 90. mínútu.
Fyrsti dagur Neil Mellor í treyju Wigan og átti draumabyrjun með sigurmarkinu á 90. mínútu.

Birmingham náði að laga markatöluna sína þegar liðið tók Portsmouth í bakaríið með 5-0 sigri í botnslagnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jiri Jarosik, Jermaine Pennant, Matthew Upson, Mikael Forssell og David Dunn skiptu mörkunum á milli sín. Birmingham er þó ennþá í fallsæti í 18. sæti með 19 stig.

Middlesbrough sem kemur þar fyrir ofan með 22 stig tapaði í dag fyrir Wigan, 2-3 á heimavelli sínum. Það var nýliðinn Neil Mellor sem skoraði sigurmark Wigan á lokamínútu leiksins en hann er nýkominn á láni frá Liverpool. Wigan er í 6. sæti með 37 stig, jafnmörg og Arsenal sem tapaði fyrr í dag fyrir Everton, 1-0.

Tottenham sem er í 4. sæti gerði aðeins markalaust jafntefli við Aston Villa sem missti Gareth Barry út af með rauða spjaldið 7 mínútum fyrir leikslok.

Blackburn vann nauman tisigur á Newcastle, 0-1 með umdeildu marki Norðmannsins Morten Gamst Pedersen sem virtist skora með höndinni.

Þá vann Bolton 2-0 sigur á Man City með mörkum frá Jared Borgetti og Kevin Nolan sem er ótrúlegur viðsnúningur frá síðasta leik City manna sem lögðu Man Utd 3-1 um síðustu helgi. Bolton lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með 36 stig með sigrinum og eru aðeins einu stigi á eftir Arsenal í 5. sætinu.

Birmingham - Portsmouth 5 - 0

Bolton - Man City 2 - 0

Middlesbrough - Wigan 2 - 3

Newcastle - Blackburn 0 - 1

Tottenham - Aston Villa 0 - 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×