Erlent

Krefjast afsökunarbeiðni lögreglu

ÚR MYNDASAFNI Lögreglumenn í Lundúnum
ÚR MYNDASAFNI Lögreglumenn í Lundúnum MYND/AP

Áætlað er að þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í austurhluta Lundúna í gær til að krefjast formlegrar afsökunarbeiðni frá bresku lögreglunni eftir áhlaup lögreglumanna í byrjun mánaðarins vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi.

Tveir bræður voru handteknir og annar þeirra varð fyrir byssuskoti lögreglumannanna. Mótmælendurnir kröfðust þess að endir yrði bundinn á það sem þeir kölluðu einelti gegn breskum múslimum. Þeir sögðu nauðsynlegt að lögreglan lærði af misheppnuðu áhlaupi í byrjun mánaðarins, sem og drápinu á ungum brasilískum manni sem lögreglumenn skutu í júlí á síðasta ári vegna gruns um að hann bæri á sér sprengiefni og hygðist sprengja sig í loft upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×