Sport

Ósáttur við Sven-Göran Eriksson

O´Leary er ekki sáttur við Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara Englendinga, en sá hefur verið lagður í bókstaflegt einelti af þarlendum fjölmiðlum á síðustu misserum
O´Leary er ekki sáttur við Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara Englendinga, en sá hefur verið lagður í bókstaflegt einelti af þarlendum fjölmiðlum á síðustu misserum NordicPhotos/GettyImages

David O´Leary er maður sem liggur ekki á skoðunum sínum og hann hafði sitt að segja um fréttina sem skrifuð var um Sven-Göran Eriksson í News of the World um helgina og sagt var frá hér á Vísi í gær.

"Það er ekki ásættanlegt að landsliðsþjálfarinn sé að tjá sig um það að taka við starfi annara manna hjá félagsliðum. Ég mun halda áfram að eiga gott samstarf við Sven þrátt fyrir þetta, en ég get ekki annað en látið óánægju mína í ljós. Ég er ósáttur og hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með hann," sagði O´Leary, en Eriksson sagði blaðamönnum sem dulbúnir voru sem erlendir auðmenn að ef þeir vildu kaupa lið á Englandi, væri Aston Villa kjörið skotmark og félls á að taka við þjálfun liðsins, auk þess að fá til þess enska landsliðsmenn eins og David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×