Sport

Pattstaða í máli Euell

Hvað nú? 
Jason Euell er á milli steins og sleggju, því útlit er fyrir að Birmingham hafi fengið bakþanka
Hvað nú? Jason Euell er á milli steins og sleggju, því útlit er fyrir að Birmingham hafi fengið bakþanka NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, stjóri Charlton, segir að kaup Birmingham á framherjanum Jason Euell séu í hættu og segir að Birmingham virðist vera hikandi í leikmannamálum þessa dagana.

Félögin höfðu fallist á kaupverð upp á 1,5 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla leikmann, en Curbishley segir að babb sé komið í bátinn. "Ég held að kaupin séu við það að verða blásin af, en það hefur ekkert með hvorki okkur né Jason Euell sjálfan að gera. Mér virðist sem Birmingham sé að breyta plönum sínum í leikmannakaupamálum og það hefur komið í veg fyrir að hægt sé að klára málið," sagði Curbishley






Fleiri fréttir

Sjá meira


×