Innlent

Málið tekið til aðalmeðferðar

Mál Öryrkjabandalags Íslands gegn fjársýslum íslenska ríkisins verður tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málshöfðun ÖBÍ byggir á samkomulagi frá 2003 milli ÖBÍ og ríkisins, þess efnis að frá og með 1. janúar 2004 skyldi grunnörorkulífeyrir, þeirra sem samkvæmt lögum um almannatryggingar hafa verið metnir 75 prósent öryrkjar eða meira, hækka þannig að grunnlífeyrir skyldi tvöfaldast. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varkröfu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×