Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu 6. október 2006 07:00 Reykjavíkurborg Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. „Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira