Innlent

Sigurbjörg sleppir erninum sínum

MYND/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga.

Við komuna var örninn mikið grútarblautur auk þess sem á hann vantaði allar stélfjaðrirnar. Hann var þveginn nokkrum sinnum af Þorvaldi Þór Björnssyni á Náttúrufræðistofnun Íslands og fékk síðan að fara út í stórt fuglabúr sem er í garðinum.

Það mun falla í skaut bjargvættarins Sigurbjargar að sleppa Sigurerni Honum verður sleppt á svipuðum slóðum og hann fannst við Grundarfjörð. Það fer því hver að verða síðastur að að sjá haförninn Sigurörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum áður en hann flýgur á vit ævintýranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×