Fótbolti

Hoeness og Mihajlovic í bann

Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Mennirnir tveir fóru út fyrir afmarkað svæði og létu ljót orð falla hvor um annan eftir að Fabio Grosso hjá Inter Milan var vikið af leikvelli með rautt spjald. Bayern vann leikinn 2-0 en auk Grosso var sænska landsliðsmanninum Zlatan Ibrahimovic vikið af velli þegar hann fékk að líta tvö gul spjöld.

Þeir Hoeness og Mihajlovic geta því ekki verið viðstaddir tvo næstu leiki liða sinna í Meistaradeildinni, en Fabio Grosso fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sitt og Ibrahimovic eins leiks bann. Þeir Hoeness og Mihajlovic hafa frest fram á mánudag til að áfrýja dómi þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×