Innlent

Mótmæla brottrekstri

Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra.

Segir í ályktuninni að framferði Alcan sé siðlaust og einkennist umfram annað af miskunnarlausri mannvonsku. Alcan í Straumsvík segist í yfirlýsingu vísa á bug ásökunum um að illa sé staðið að umræddum uppsögnum og harmar rangfærslur í þá veru. Segir Alcan að því miður hafi þessar uppsagnir reynst nauðsynlegar, þær hafi ekki gerst án aðdraganda og umræddum starfsmönnum hafi verið gefnar skýringar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×