Mögulegur stuðpúði ólíkra viðskiptaheima 7. september 2006 09:04 Sol Squire Framkvæmdastjóri Data Íslandia segir reynslu sína að ljósleiðarar í Skotlandi laði að sér bæði skóflu og rottur og því vænlegra að leggja nýjan streng annað. Data Íslandia var fulltrúi Íslands á nýafstaðinni stórráðsstefnu um upplýsingatækni og gagnavistun í Þýskalandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem er í sameiginlegri eigu Símans og Skýrr og vinnur með Farice, vill nýjan sæstreng til Írlands, ekki Skotlands. Data Íslandia kynnti samkeppnishæfni íslenskrar upplýsingatækni á alþjóðlegum markaði á stærstu ráðstefnu um upplýsingatækni og gagnahýsingu á Storage Network World - Europe 2006, í Frankfurt í Þýskalandi sem lauk í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að vel hafi gengið, náðst hafi samband við fjölda fyrirtækja og næstu vikur fari í að vinna úr gögnum. Ráðstefnuna í Frankfurt sóttu helstu ráðamenn lítilla og stórra fyrirtækja og samtaka, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum, með það fyrir augum að afla sér upplýsinga um það nýjasta og besta í upplýsingatækni, hugbúnaði og þjónustu, svo og öðrum vörum tengdum vistun á rafrænum gögnum og stjórnun og rekstri þeirra. Data Íslandia var boðið að kynna íslenska upplýsingatækni og samkeppnishæfni í aðalframsögu á ráðstefnunni. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir landið hafa verið kynnt sem ákjósanlegasta staðinn fyrir langtímavistun á rafrænum gögnum í allri Evrópu. Hér er tæknigeta mikil og hátt menntunarstig, efnahagurinn er stöðugur og umhverfið friðsælt. Hér getum við komið hlutum í verk mun hraðar en hægt er í öðrum löndum, auk þess sem landfræðileg staðsetning og þjóðfélagsgerð gerir okkur að nokkurs konar stuðpúða milli ólíkra viðskiptaheima. Við kynningu á landinu var einnig mikil áhersla lögð á Farice sæstrenginn og bendir Sol Squire á að þeir hnökrar sem þar hafi orðið á tengingum hafi allir verið í landi í Skotlandi. Rekstur strengsins hefur verið áreiðanlegur og í raun aldrei brugðist frá því að hann var tengdur, segir hann og kveðst stefna á viðskipti við stærstu fjölþjóðafyrirtæki í Evrópu og að hýsa fyrir þau gríðarlegt magn af rafrænum gögnum. Hann segir þó einnig horft til þess að á næstunni verði lagður nýr sæstrengur og það muni gulltryggja stöðu landsins sem vænlegrar miðstöðvar gagnahýsingar. Best væri að leggja nýjan streng beint til Írlands í tengipunkta sem ná svo yfir Atlantshafið. Eða tryggari tengingu beint til Manchester eða Liverpool. Í þessum efnum þarf að horfa til framtíðar, en möguleikarnir eru ótrúlegir. Það sagði mér framleiðandi eins mest notaða vistunarbúnaðar í heimi að hér hefðum við möguleika á að búa til gagnamiðstöð guðanna. Það hljómar vel enda fengi ég þar með hlutverk Þórs, segir hann og hlær. Data Íslandia hefur notið fulls stuðnings Fjárfestingarstofu Íslands enda fara saman áherslur í kynningarstarfi. Því er þetta kjörið tækifæri til að kynna íslenska upplýsingatækni og þekkingariðnað og Ísland sem raunhæfan fjárfestingakost fyrir erlenda aðila, segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofunnar. Data Íslandia er samstarfsvettvangur Símans og Skýrr. Sol Squire segir þar engan skugga hafa borið á þrátt fyrir nýlegar breytingar í eignarhaldi Skýrr. Alls ekki, enda sýnir sig þar að hagnaðarvæntingar vega þyngra en einhverjar fyrirtækjaværingar. Svo er fyrirtækjalandslagið líka svo síkvikt að fólk setur slíkt ekki fyrir sig. Við vinnum bara áfram að okkar góðu málum. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Data Íslandia var fulltrúi Íslands á nýafstaðinni stórráðsstefnu um upplýsingatækni og gagnavistun í Þýskalandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem er í sameiginlegri eigu Símans og Skýrr og vinnur með Farice, vill nýjan sæstreng til Írlands, ekki Skotlands. Data Íslandia kynnti samkeppnishæfni íslenskrar upplýsingatækni á alþjóðlegum markaði á stærstu ráðstefnu um upplýsingatækni og gagnahýsingu á Storage Network World - Europe 2006, í Frankfurt í Þýskalandi sem lauk í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að vel hafi gengið, náðst hafi samband við fjölda fyrirtækja og næstu vikur fari í að vinna úr gögnum. Ráðstefnuna í Frankfurt sóttu helstu ráðamenn lítilla og stórra fyrirtækja og samtaka, bæði í opinbera geiranum og einkageiranum, með það fyrir augum að afla sér upplýsinga um það nýjasta og besta í upplýsingatækni, hugbúnaði og þjónustu, svo og öðrum vörum tengdum vistun á rafrænum gögnum og stjórnun og rekstri þeirra. Data Íslandia var boðið að kynna íslenska upplýsingatækni og samkeppnishæfni í aðalframsögu á ráðstefnunni. Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir landið hafa verið kynnt sem ákjósanlegasta staðinn fyrir langtímavistun á rafrænum gögnum í allri Evrópu. Hér er tæknigeta mikil og hátt menntunarstig, efnahagurinn er stöðugur og umhverfið friðsælt. Hér getum við komið hlutum í verk mun hraðar en hægt er í öðrum löndum, auk þess sem landfræðileg staðsetning og þjóðfélagsgerð gerir okkur að nokkurs konar stuðpúða milli ólíkra viðskiptaheima. Við kynningu á landinu var einnig mikil áhersla lögð á Farice sæstrenginn og bendir Sol Squire á að þeir hnökrar sem þar hafi orðið á tengingum hafi allir verið í landi í Skotlandi. Rekstur strengsins hefur verið áreiðanlegur og í raun aldrei brugðist frá því að hann var tengdur, segir hann og kveðst stefna á viðskipti við stærstu fjölþjóðafyrirtæki í Evrópu og að hýsa fyrir þau gríðarlegt magn af rafrænum gögnum. Hann segir þó einnig horft til þess að á næstunni verði lagður nýr sæstrengur og það muni gulltryggja stöðu landsins sem vænlegrar miðstöðvar gagnahýsingar. Best væri að leggja nýjan streng beint til Írlands í tengipunkta sem ná svo yfir Atlantshafið. Eða tryggari tengingu beint til Manchester eða Liverpool. Í þessum efnum þarf að horfa til framtíðar, en möguleikarnir eru ótrúlegir. Það sagði mér framleiðandi eins mest notaða vistunarbúnaðar í heimi að hér hefðum við möguleika á að búa til gagnamiðstöð guðanna. Það hljómar vel enda fengi ég þar með hlutverk Þórs, segir hann og hlær. Data Íslandia hefur notið fulls stuðnings Fjárfestingarstofu Íslands enda fara saman áherslur í kynningarstarfi. Því er þetta kjörið tækifæri til að kynna íslenska upplýsingatækni og þekkingariðnað og Ísland sem raunhæfan fjárfestingakost fyrir erlenda aðila, segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofunnar. Data Íslandia er samstarfsvettvangur Símans og Skýrr. Sol Squire segir þar engan skugga hafa borið á þrátt fyrir nýlegar breytingar í eignarhaldi Skýrr. Alls ekki, enda sýnir sig þar að hagnaðarvæntingar vega þyngra en einhverjar fyrirtækjaværingar. Svo er fyrirtækjalandslagið líka svo síkvikt að fólk setur slíkt ekki fyrir sig. Við vinnum bara áfram að okkar góðu málum. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira