Innlent

Tugir leikskólakennara mættir

Fjöldi leikskólakennarar er mættur í hús Orkuveitu Reykjavíkur þar sem launaráðstefna sveitarfélaganna er í þann mund að hefjast. Með nærveru sinni vilja leikskólakennarar þrýsta á um að kjör þeirra verði bætt.

"Við erum hér til að minna á okkar stöðu," sagði Edda Jensdóttir, leikskólastjóri á Njálsborg, í beinni útsendingu á NFS. "Við erum mjög vonsvikin að ekkert hefur komið út úr þeirri nefnd sem hefur starfað undanfarna daga," segir hún og vísar til nefndar sem sett var á fót eftir fund borgarstjórans í Reykjavík með forystumönnum leikskólakennara í borginni. Um mætingu leikskólakennara á fundarstað hafi Edda þetta að segja: "Ég vonast til að þetta skili einhverju, ég hef reyndar enga trú á öðru."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×