Innlent

Stefnubreyting frá dómvenju í máli konu er rann í hálku gegn ACO Tæknivali

Ljósm: ©Valgarður Gíslason

Kona vann í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn ACO Tæknivali og er um að ræða skýra stefnubreytingu frá dómvenju þar sem fyrirtækið var dæmt fyrir saknæma vanrækslu á því að hindra hálkumyndun fyrir utan verslun BT í Skeifunni. Stefnubreytingin lýtur að því að í dómaframkvæmd á síðari árum var felld niður sú skylda á verslunareigendur, og aðra þá sem reka þjónustu sem ótilgreindur hópur fólks sækir, að sinna hæfilegu eftirliti með öryggi á aðkomuleiðum og grípa til aðgerða til að tryggja það.

Konan féll í hálku við inngang verslunar BT í Skeifunni þann 13. desember 2003 og ökklabrotnaði. Þar hafði ekki verið saltað eða borin á hálkuvörn í meira en fjórar klukkustundir. Konan sagði hins vegar fyrir dómi að starfsmaður verslunarinnar hefði komið og saltað allt í kringum hana er hún lá og beið eftir sjúkrabíl.

Konan var metin með 18% varanlega örorku og í dómsorði var viðurkennd bótaskylda stefnda, ACO Tæknivals hf., vegna þess tjóns konan varð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×