Tveir NBA leikir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Klukkan 23:00 verður útsending frá leik New York Knicks og Detroit Pistons sem fór fram í gærkvöldi, en strax þar á eftir verður stórleikur Miami Heat og San Antonio sýndur í beinni útsendingu.
Fyrir þá allra hörðustu verður svo leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, svo aðdáendur NBA geta því séð þrjá leiki í röð þetta kvöldið.